Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hugtök

Til hægðarauka hefur Landsnet tekið saman lista yfir skilgreiningar á hugtökum og orðum sem notuð eru í raforkulögum og tilheyrandi reglugerðum sem og í netmála Landsnets. Með því að smella á einstakan bókstaf má finna skilgreiningar á orðum sem byrja á þeim bókstaf.

Nánari vísanir eru í þau lög, reglugerðir og skilmála Landsnets þar sem orðaskilgreiningin kemur fyrir.A
A.1

Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun.

3.0/2008
Aðilar

Aðilar merkir Landsnet og stórnotandi sameiginlega og eintalan („aðili“) hefur samsvarandi merkingu. Tilvísanir til aðila fela í sér síðari handhafa réttinda og skyldna hans og heimilaða framsalshafa.

 

Tilvísun:

B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

útg. 1.0/2011
Aðilaskrá raforkumarkaðar

Skrá yfir aðila á raforkumarkaði sem eiga samskipti sín á milli með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn samkvæmt Ediel staðlinum.

Tilvísun:

B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (útg. 2.0/2009)

útg. 2.0/2009
Aðveitustöð

Aðveitustöð merkir aðveitustöð fyrir flutning samningsbundins háspennurafmagns þar sem Landsnet afhendir samningsbundna rafmagnið.

 

Tilvísun:

B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

útg. 1.0/2011
Afhendingargæði

Gæði spennu og tíðni ásamt öryggi afhendingar raforku í flutnings- og dreifikerfum og vinnslufyrirtækjum auk upplýsingargjafar til notenda.

Tilvísun:

 

Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

1048/2004

Afhendingarspenna

Afhendingarspenna er sú spenna (málspenna) sem Landsnet afhendir rafmagn á.

Tilvísun:

B.9 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda á lægri spennu en 132 kV (útg. 1.0/2011)

útg. 1.0/2011
Afhendingarstaður

Staður í flutnings- eða dreifikerfi þar sem innmötun eða úttekt raforku fer fram

Afhendingarstaður hefur þá merkingu sem skilgreind er í viðauka við raforkulög nr. 65/2003, með síðari breytingum.

Tilvísanir: 
 

B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

B.9 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda á lægri spennu en 132 kV (Útg. 1.0/2011)

 

Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar 1050/2004

 

 


Afhendingaröryggi

Lýsing á áreiðanleika afhendingar raforku, sem tengist rofi á raforku.

Tilvísun:
Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004 
E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

1048/2004

Afltoppur

Afltoppur er hæsta meðalálag raforku, mælt í skilgreindan tíma. Mælieining afltopps er kW eða kVAr.

Tilvísun:

Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar 1050/2004


Almennur notandi

Sá sem kaupir raforku til eigin nota, en er ekki stórnotandi.

Tilvísanir:

Rgr. Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar 1050/2004
Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004
B.5 Skilmálar um skerðanlegan flutning (útg 1.0/2010)útg. 1.0/2010
APERAK

Ediel skeyti til staðfestingar á móttöku og áreiðanleika upplýsinga Ediel skeyta.

Tilvísun:

B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (útg. 2.0/2009)

útg. 2.0/2009
Auðkenni mælistaðar

Er kóði samsettur úr kóða notkunarferilssvæðis og kennitölu mælistaðar.

Tilvísun:

B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

útg. 2.0/2010
Auðkenni notkunarferilssvæðis

Auðkenni notkunarferilssvæðis er þriggja tölustafa kóði sem Landsnet úthlutar dreifiveitum til skilgreiningar á notkunarferilssvæðum.

Tilvísun:

B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)


útg. 2.0/2010