Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjórnunarkerfi

Landsnet leggur mikla áherslu á faglega og örugga starfsemi. Því er það mikilvægt fyrir Landsnet að styðjast við alþjóðlega stjórnunastaðla í starfseminni. 
Stjórnunarkerfi fyrirtækisins hafa verið vottun samkvæmt þremur alþjóðlegum stjórnunarstöðlum og einum innlendum. Landsnet hefur frá árinu 2007 verið vottað samkvæmt gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001, og síðar bættust við vottun umhverfisstjórnar í samræmi við kröfur staðalsins ISO 14001 og vottun vinnuöryggis í samræmi við kröfur staðalsins OHSAS 18001. Þá vinnur Landsnet einnig samkvæmt vottuðu stjórnunarkerfi rafmagnsöryggismála sem er tekið úr árlega af faggiltri rafskoðunarstofu.
Innleiðing þessara stjórnunarstaðla hefur styrkt verulega allt skipulag, starfshætti og verkefnastjórnun hjá fyrirtækinu.

Skilgreindir viðskiptaferlar Landsnets ná til flutnings raforku, kerfisstjórnunar, hönnunar, uppbyggingar, reksturs og viðhalds íslenska raforkuflutningskerfisins. Verið er að undirbúa endurnýjun á vottunarskýrteini fyrirtækisins í samstarfi við nýja vottunaraðila eftir áralangt og farsælt samstarf við Vottun hf.

            

Stjórnun rafmagnsöryggismála samkvæmt kröfum Mannvirkjastofnunar

Landsnet vinnur samkvæmt vottuðu stjórnunarkerfi rafmagnsöryggimála. Það tekið út árlega af óháðri faggildingarstofu og vottað af Mannvirkjastofnun.
Verkferlar fyrirtækisins uppfylla kröfur Mannvirkjastofnunar um öryggisstjórnun rafveitna.
Kerfið er hluti af vottuðu stjórnunarkerfi Landsnets.