Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mannauður

Smelltu á mynd til að stækka

Línumenn að störfum.

Hjá Landsneti starfar úrvalshópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun sem vinnur að áhugaverðum sem lúta að uppbyggingu, þróun og rekstri raforkukerfisins. 

Við bjóðum upp á faglegt umhverfi með stórum hópi sérfræðinga og fyrirmyndar aðstöðu. Við leggjum áherslu á þjálfun og þróun starfsmanna og teljum að samræming einkalífs og vinnu skipti miklu máli. 

Við höfum gildin okkar Framsækni, Áreiðanleika, Hagsýni og Virðingu að leiðarljósi við alla okkar vinnu og við beytum framsæknum lausnum og reynum stöðugt að bæta okkur. 

Við leggjum áhersu á að starfsfólk okkar sem vinnur við mismunandi aðstæður sé öruggt við vinnu sína og eru öryggis- og gæðamál í hávegum höfð.Við leggjum áherslu á að ráða til okkar framúrskarandi starfsmenn. Við tökum vel á móti nýliðum og sjáum til þess að þeir fái þjálfun í starfi.

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Almenn starfsumsókn

Þeir sem áhuga hafa á að leggja inn almenna umsókn vegna starfa hjá Landsneti geta fyllt út umsókn  hér.

Sumarvinna háskólanema

Við ráðum inn til okkar háskólanema á sumrin. Við leggjum áherslu á að nemar fái að spreyta sig á raunhæfum verkefnum sem tengjast starfsemi fyrirtækisins og leggjum þannig okkar að mörkum við að byggja upp og viðhalda þekkingu á sviði raforku.

Umsóknarfrestur er liðinn vegna sumarvinnu 2014 og hefur öllum umsóknum verið svarað.
  

Sumarvinna ungmenna

Á hverju sumri veitir Landsnet hópi skólafólks á framhaldsskólastigi vinnu við margvísleg störf, s.s. viðhaldsverkefni, umhirðu og uppgræðslustörf.

Umsóknarfrestur er liðinn vegna sumarvinnu 2014 og hefur öllum umsóknum verið svarað.