Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öryggi og vinnuumhverfi

Smelltu á mynd til að stækka

Allir sem starfa fyrir Landsnet þurfa að hlíta öryggisreglum fyrirtækisins

Landsnet leggur áherslu á að fyllsta öryggis sé gætt í rekstri og allri starfsemi fyrirtækisins.

Settar hafa verið reglur sem stuðla að öruggu og heilsusamlegu starfsumhverfi og sem endurspegla þá virðingu sem borin er fyrir þeim sem starfa fyrir Landsnet á hverjum tíma og viðfangsefnum þeirra.

Öllum, sem starfa fyrir Landsnet, ber að hlíta öryggisreglum fyrirtækisins. Landsnet starfrækir öflugan tilkynningagrunn sem heldur utan um allar skráningar sem lúta að öryggismálum og fylgir eftir aðgerðum til úrbóta.

Landsnet er vottað samkvæmt öryggisstaðlinum OHSAS 18001.

Hjá Landsneti hefur verið innleitt rafmagnsöryggisstjórnkerfi (RÖSK) til að tryggja öruggan rekstur fyrirtækisins og öruggt umhverfi þeirra sem vinna við flutningskerfi Landsnets.