Beint á efnisyfirlit síðunnarÖryggisbragur Landsnets er samheiti yfir gildi, viðhorf, skynjun, hæfni, hegðun og afstöðu starfsmanna Landsnets varðandi persónuöryggismál.


Gildi:

Gildi Landsnets eru mikilvæg fyrir persónuöryggi en þau eru: Virðing, samvinna og ábyrgð.

Viðhorf:

Viðhorf skapa grundvöllinn að öryggisbrag hvers fyrirtækis.

Skynjun:

Með skynjun er átt við að allir þurfa ætíð að vera meðvitaðir um umhverfið, öryggi sitt og annarra.

Hæfni:

Hæfni til að meta hættur og bregðast við þeim byggir á góðri þjálfun, reynslu og innsæi.

Hegðun:

Mikilvægt er að vera ætíð meðvitaður um áhrif og afleiðingar hegðunar á öryggi.

Afstaða:

Afstaða mótast af viðhorfum. Jákvæð afstaða til öryggismála leggur grunninn að betri árangri fyrirtækisins, auknu öryggi, jákvæðari ímynd og afkomu.