Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öryggisstefna(ÖHV)

Öryggi, heilsa og vinnuumhverfi - stefna Landsnets

Við leggjum áherslu á heilsuvernd, persónu- og rekstaröryggi og okkur er umhugað um fólk og samfélagið sem við búum í.  Við sköpum góðan slysalausan vinnustað þar sem öllum líður vel og leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir slys, dauðsföll og veikindi. Við berum hvert og eitt ábyrgð á eigin öryggi og skiljum þær öryggis-, heilbrigðis- og vinnumhverfisáhættur sem fylgja starfsemi okkar. Við beitum þekktum aðferðum til að koma auga á, meta og stjórna áhættum og ef verkið er ekki öruggt finnum við örugga leið. 

Áherslur

 • Að skapa slysalausan vinnustað
 • Að áhættumeta alla þætti starfseminnar 
 • Að ábyrgð stjórnenda sé skýr og starfsmenn viti að öryggi þeirra hefur ávallt forgang
 • Að aðbúnaður á öllum vinnustöðum miði að því að tryggja öryggi og viðhalda góðri heilsu og vellíðan
 • Að starfsmönnum sé tryggð nauðsynleg þjálfun í öryggismálum og vinnuvernd
 • Að unnið sé að stöðugum umbótum í öryggis-, heilsu- og vinnuverndarmálum
 • Öll atvik sem snerta öryggis-, heilsu- og vinnuverndarmál eru tilkynnt og unnið úr þeim í forvarnarskyni.
 • Landsnet er með og vinnur í samræmi við vottað öryggisstjórnunarkerfi OHSAS 18001
 • Öryggisstjórnunarkerfið ásamt öryggis-, heilsu- og vinnuverndarstefnunni eru rýnd árlega. Starfsmenn og aðrir hagsmunaaðilar eru upplýstir um niðurstöður og áhersluatriði
 • Öryggisnefnd sinnir öryggismálum og mótar stefnu í málaflokknum
 • Neyðarstjórn stýrir viðbrögðum við stærri vá. Áætlanir um viðbrögð við vá eru tiltækar og æfðar kerfisbundið.

 

Gildin okkar eru:  Ábyrgð • Samvinna • Virðing