Beint á efnisyfirlit síðunnar

Persónuöryggi

Smelltu á mynd til að stækka

Landsnet leggur mikla áherslu á öryggismál enda eru mörg störf hjá fyrirtækinu áhættusöm.

Landsnet leggur áherslu á að tryggja hag og heilsu starfsmanna sinna, verktaka og annarra sem starfa fyrir fyrirtækið. Ötullega er unnið að málum sem varða persónuöryggi og Landsnet sýnir vilja sinn í þeim efnum með því að:

  • Stuðla að ánægjulegu, öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi starfsmanna
  • Vera traust og áreiðanlegt fyrirtæki sem sinnir öryggismálum á ábyrgan hátt
  • Efla öryggismeðvitund allra starfsmanna
  • Sýna samfélagslega ábyrgð í öryggis- og heilbrigðismálum
  • Taka virkan þátt í viðleitni íslenskra fyrirtækja til að efla öryggi allra landsmanna.

Samtakamáttur er lykill að góðum árangri í öryggismálum.

Kjörorð Landsnets í öryggismálum er: Við gerum ekki málamiðlanir þegar persónuöryggi er annars vegar.

Öryggisnefnd Landsnets

Öryggisnefnd Landsnets er stefnumótandi nefnd fyrir vinnuverndarstarf og starfar í samræmi við vinnuverndarlög og með hliðsjón af þeim áhættum sem starfsmenn eru útsettir fyrir vegna starfa sinna.

Öryggisnefnd samanstendur af, öryggisvörðum og öryggistrúnaðarmönnum og nýtur ráðgjafar öryggisstjóra sem situr alla fundir öryggisnefndar. 

Í öryggisnefnd eru:

Nafn fulltrúa                                 

Theódór Jónsson
Guðmundur Kristjánsson 
Smári Jónasson
Þóra Eggertsdóttir
Almar Danelíusson
Hallgrímur Frímannsson      


Sigrún Ragna Helgadóttir
Karl Kristinsson
Halldór Halldórsson

Starfsdeild                 

Þróunar- og tæknisvið       
Framkvæmda- og rekstrarsvið 
Framkvæmda- og rekstrlarsvið
Fjármálasvið
Framkvæmda- og rekstrarsvið
Framkvæmda- og rekstrarsvið


 Framkvæmda-og rektstarsvið
 Kerfisstjórnurnarsivð
 Stjórnunarsvið

Hlutverk

Öryggisvörður - Formaður 
Öryggisvörður - Ritari
Öryggisvörður
Öryggisvörður
Öryggistrúnaðarmaður
Öryggistrúnaðarmaður


 Öryggistrúnarðarmaður
 Öryggistrúnaðarmaður
 Öryggisstjóri