Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rekstraröryggi

Smelltu á mynd til að stækka

Skipulag neyðarstjórnar Landsnets.

Raforkukerfi landsins er lífæð og grundvöllur allrar starfsemi samfélagsins. Með auknum kröfum um truflunarlausa afhendingu á raforku er nauðsynlegt að starfrækja öfluga neyðarstjórn sem getur brugðist við ef alvarleg vá steðjar að raforkukerfinu.

Neyðarstjórn Landsnets byggir á víðtækri þekkingu og mikilli reynslu í rekstri fyrirtækisins og er liður í rekstrarsamfellu Landsnets. Mikilvægur liður í skipulagi hennar er traust samstarf við raforkuframleiðendur, raforkudreifendur og stóra orkunotendur.


Neyðarstjórn Landsnets (NLN)

Neyðarstjórn Landsnets (NLN) stýrir viðbrögðum fyrirtækisins þegar vá ber að höndum. Hún setur þau viðmið sem fyrirtækið hefur til hliðsjónar í viðleitni sinni til að fyrirbyggja og draga úr afleiðingum óhappa.
 
Neyðarstjórnin er skipuð æðstu stjórnendum daglegs reksturs Landsnets og er forstjóri fyrirtækisins jafnframt formaður neyðarstjórnarinnar.

Forgangsverkefni neyðarstjórnar er að koma í veg fyrir manntjón, tjón á mannvirkjum, umhverfi og skerðingu á orkuafhendingu. Neyðarstjórn ber ábyrgð á gerð viðbragðsáætlana, þjálfun, endurskoðun og samræmingu viðbragða í vá. Hún starfar náið með NSR, Neyðarsamstarfi raforkukerfisins, og neyðarstjórnum annarra fyrirtækja innan raforkugeirans.

Neyðarstjórn er í umfangsmiklu samstarfi um neyðarviðbrögð við önnur Norðurlönd á vettvangi NordBER (Nordisk el-berednings forum).

Rekstrarsamfellustjórnun Landsnets

Neyðarstjórn Landsnets og áhættumatsnefnd fjármála mynda rekstrarsamfellustjórnun Landsnets eða RSS. (BMC Business Continuity Management ) Hér er að finna mynd sem skýrir samhengið á stjórnun rekstrarsamfellu Landsnets.

Rekstrarsamfellustjórnun Landsnets

  

Fulltrúar í Neyðarstjórn Landsnets

Neyðarstjórn

 Hlutverk í NS
Guðmundur I. Ásmundsson  Forstjóri
Íris Baldursdóttir  Kerfisstjórn
Nils Gústavsson  Framkvæmdir/netþj.
   
 

Aðstoðarmenn NS

 Hlutverk í NS
Guðlaug Sigurðardóttir Fjármál
Einar Snorri Einarsson Samskiptamál
Helgi B. Þorvaldsson    Vettvangsstjóri Netþjónustu
Sigurður Sigurðsson Vettvangsstjóri Netþjónustu
Smári Jónasson Vettvangsstjóri Netþjónustu
Sæmundur Valdimarsson Vettvangsstjóri Upplýsingasviðs
Hallgrímur Halldórsson Vettvangsstjóri Kerfisbakvakt
Ragnar Guðmannsson Vettvangsstjóri Kerfisbakvakt
 Páll Pálsson  Vettvangsstjóri Kerfisbakvakt.
Starfsmenn NLN Hlutverk í NS
Einar Snorri Einarsson Öryggisstjóri
Helga Guðjónsdóttir Ritari NLN
Margrét Dan Jónsdóttir Vara ritari NLN
Guðmundur Daníelsson Orkufjarskipti
Guðmundur Guðmundsson    Umsjón Tölvubúnaðar

Neyðarsamstarf raforkukerfisins (NSR)

Raforkukerfið er lífæð samfélagsins. Auknar kröfur um örugga orkuafhendingu kalla á víðtækt samstarf innan raforkugeirans. Þegar alvarlega vá ber að höndum er mikilvægt að fyrirtækin vinni vel saman, að viðbragðsáætlanir séu vel undirbúnar og samhæfðar og að fyrir liggi upplýsingar um hvar sérfræðiþekkingu, mannauð og búnað er að finna. Að frumkvæði Landsnets var Neyðarsamstarf raforkukerfisins, NSR, stofnað en það er samstarfsvettvangur raforkuframleiðenda, Landsnets, dreifiaðila, stórnotenda og opinberra aðila. 
Heimasíða NSR Mynd af starfsemi NSR