Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verkefni

Hjá Landsneti er unnið að margvíslegum framkvæmdum til að uppfylla samninga um aukna raforkuflutninga.

Helstu ástæður þess að ráðist hefur verið í gerð nýrra flutningsmannvirkja á síðustu árum eru:

  • Aukin raforkunotkun stórnotenda (iðnaður).
  • Tenging nýrra framleiðslueininga við flutningskerfið.
  • Aukning almennrar raforkunotkunar (dreifiveitur).
  • Aukin krafa um áreiðanleika afhendingar.

Samráð

Undirbúningur nýrra flutningsmannvirkja tekur yfirleitt mörg ár og mörg tækifæri gefast á þeim tíma til að hafa áhrif á gang mála.
Landsnet hvetur almenning, landeigendur og aðra hagsmunaaðila til að nýta rétt sinn til þátttöku í ákvörðunarferlinu og leggja þannig sitt af mörkum við að finna hagkvæmustu og bestu lausnina hverju sinni.