image
04.03.2017

Við bjóðum upp á rafmagnaða framtíð

Ert þú byggingarverkfræðingur eða byggingartæknifræðingur og langar að starfa sem verkefnastjóri við framkvæmdir Landsnets með aðsetur á Akureyri eða í Reykjavík?

Starfið heyrir undir framkvæmda- og rekstrarsvið. Hlutverk sviðsins er að stýra framkvæmdum við uppbyggingu og endurnýjun á flutningskerfi Landsnets ásamt viðhaldi og rekstri kerfisins. Um er að ræða áhugavert starf í öflugum hópi verkefnastjóra.

Starfs- og ábyrgðarsvið

• Verkefnastjórn nýframkvæmda og endurnýjunar á flutningsmannvirkjum
• Þátttaka í verkefnateymi við hönnun og undirbúning framkvæmda
• Gerð og eftirfylgni framkvæmda-, kostnaðar- og greiðsluáætlana
• Samskipti við hagsmunaaðila innan sem utan fyrirtækisins
• Gerð útboðsgagna og verksamninga
• Umsjón með verklegri framkvæmd, rekstri og uppgjöri verksamninga

Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólamenntun í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði
• Haldbær reynsla og þekking á verkefnastjórnun framkvæmdaverka
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Hæfni í samskiptum og virðing fyrir samstarfsmönnum og umhverfi
• Gott vald á íslensku og ensku, talaðri sem ritaðri

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2017. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið  hér á heimasíðu Landsnets.

Við hvetjum jafnt konur sem karla til þess að sækja um.

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Unnur Helga Kristjánsdóttir, yfirmaður verkefnastjórnunar framkvæmda, 563 9300, unnur@landsnet.is og Ásta Þorsteinsdóttir, sérfræðingur mannauðsmála, 563 9300, mannaudur@landsnet.is.

Um Landsnet

Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna.

Við berum umhyggju hvert fyrir öðru og viljum skapa góðan vinnustað með spennandi verkefnum. Við höfum að leiðarljósi gildin okkar: samvinnu, ábyrgð og virðingu.Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?