image
02.04.2017

Stjórn Landsnets endurkjörin

Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var á föstudaginn var stjórn fyrirtækisins endurkjörin en hana skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir, Ómar Benediktsson og Svana Helen Björnsdóttir. Varamenn eru Svava Bjarnadóttir og Jóhannes Sigurðsson.

Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður segir, í ávarpi í ársskýrslu Landsnets, að framundan séu tækifæri sem tengjast orkuskiptum en ljóst  sé að lítill árangur náist í þessum efnum nema flutningskerfi raforku verði eflt.

Hér er hægt að nálgast ársskýrslu ársins 2016 ásamt frammistöðuskýrslu.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?