Frá lagningu Vestmannaeyjastrengs 3, sem tekinn var í notkun haustið 2013
image
06.04.2017

Bilun í sæstreng til Vestmannaeyja

Í gær kom upp bilun í Vestmannaeyjastreng 3 sem er að stærstum hluta sæstrengur og er annar af tveimur sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja.

Strax í gærkvöldi hófst bilanaleit og þurfti tímabundið að rjúfa allan rafmagnsflutning til Eyja vegna þess. Vararafstöðvar HS veitna sáu Vestmannaeyjum fyrir rafmagni á meðan. 

Fyrstu mælingar benda til að staðsetning bilunar sé í sjó, um miðja vegu milli lands og Eyja. Í dag verður unnið við að staðfesta bilanastað en aðgerðaráætlun fyrir viðgerð er komin af stað.

Vestmannaeyjastrengur 1 sér nú einn um að flytja rafmagn til Eyja.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?