image
24.04.2017

Hilmar Karlsson ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá Landsneti

Landsnet hefur ráðið Hilmar Karlsson í starf forstöðumanns upplýsingatækni þar sem hann mun stýra  uppbyggingu og þróun á upplýsingakerfum Landsnets.

Hilmar er menntaður rafmagnsverkfræðingur frá Hí og hefur starfað við upplýsingatækni og stjórnun í yfir tuttugu ár nú síðast sem forstöðumaður hugbúnaðarþróunar hjá Arion Banka.

„ Það er spennandi að vera orðinn hluti af því neti sem Landsnet er og fá tækifæri til að taka þátt í þeim fjölmörgu verkefnum er þar eru. Hjá Landsneti ríkir metnaður og vilji til að gera vel og ég er fullur tilhlökkunar að leggja mitt að mörkum til að gera gott fyrirtæki enn betra.“ segir Hilmar.


Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?