image
27.04.2017

Matslýsing vegna umhverfismats Kerfisáætlunar

Við hjá Landsneti erum byrjuð að móta kerfisáætlunar 2017-2026 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana

Megintilgangur matsvinnu er að tryggja að tekið verði tillit til umhverfisjónarmiða við ákvarðanir um áætlunina, draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif og upplýsa um hugsanlegar afleiðingar kerfisáætlunar á umhverfið. Kerfisáætlun 2017-2026 mun byggja á kerfisáætlun 2016-2025. Í umhverfisskýrslu verður lögð áhersla á að fjalla um breytingar sem verða á milli áætlana. Grundvöllur matsvinnu verður samanburður ýmissa valkosta sem koma til í mótunarferli kerfisáætlunar.

Í matslýsingu er meðal annars gert grein fyrir meginforsendum kerfisáætlunar, efnistökum umhverfisskýrslu, helstu áhrifaþáttum áætlunarinnar, helstu umhverfisþáttum sem kunna að verða fyrir áhrifum, valkostum til skoðunar, gögnum sem lögð verða til grundvallar ásamt matsspurningum og viðmiðum við mat á vægi og umfangi umhverfisáhrifa.

Öll helstu gögn eru nú aðgengileg 

Kynning og samráð vegna umhverfismatsvinnu kerfisáætlunar er í samræmi við lög nr. 106/2005 og mun Landsnet birta öll helstu gögn á heimasíðu fyrirtækisins. Hér má nálgast Matslýsingu fyrir Kerfisáætlun 2017-2026

Athugasemdafrestur:

Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um matslýsingu á netfangið landsnet@landsnet.is, merkt „matslýsing“. Frestur til að senda athugasemdir er til og með 30. maí 2017

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?