Yfirlit

Inngangur

Frammistöðuskýrsla Landsnets fjallar um loforðið „öruggt rafmagn, gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar“. Skýrslan tekur mið af skyldum Landsnets samkvæmt reglugerð nr. 1048/2004, um gæði raforku og afhendingaröryggi, sem og innri markmiðum fyrirtækisins. Hún er byggð á tölulegum gögnum úr flutningskerfinu og truflanaskýrslum áranna 2010–2019. Allar truflanaskýrslur Landsnets eru skráðar í samræmi við reglur starfshóps um rekstrartruflanir (START) og eru rýndar af verkfræðistofunni Eflu.

Í ár inniheldur frammistöðuskýrslan sérstakan kafla sem ber nafnið „Desemberóveðrið“, en heiti kaflans vísar til aftakaveðurs sem gekk yfir landið dagana 10.–11. desember. Full ástæða er til að fara ítarlega yfir atburði og afleiðingar óveðursins í sérkafla, enda afleiddar útleysingar í flutningskerfinu á áttunda tug með tilheyrandi rafmagnstruflunum og skerðingum.

Mynd 1: Flutningskerfi Landsnets 2019

Lykilmarkmið

Samkvæmt reglugerð nr. 1048/2004 ber Landsneti að setja sér markmið um eftirfarandi afhendingarstuðla sem samþykktir eru af Orkustofnun:

    1) Stuðull um rofið álag (SRA)

    2) Stuðull um meðallengd skerðingar, straumleysismínútur (SMS)

    3) Kerfismínútur (KM)

 

Tafla 2 ber markmið Landsnets saman við útreiknaða stuðla ársins 2019. Markmiðin og raungildin miða við forgangsorkuskerðingu vegna bilana í flutningskerfi Landsnets.

Tafla 2: Markmið Landsnets um afhendingaröryggi
Stuðull um afhendingaröryggi
Markmið
2019
Stuðull um rofið álag (SRA)Undir 0,850,31
Stuðull um meðallengd skerðingar, straumleysismínútur (SMS)
Undir 50
91,2
Kerfismínútur (KM)
Engin truflun lengri en 10 kerfismínútur
2 truflanir 

Í ár náðist aðeins eitt markmið af þremur opinberum markmiðum Landsnets um afhendingaröryggi. Tvær truflanir, á Hnjúkum og á Dalvíkurlínu 1, voru lengri en 10 kerfismínútur. Straumleysismínútur voru 91,2 í ár samanborið við 2 straumleysismínútur árið 2018.

Desemberóveðrið hafði mikil áhrif á afhendingargetu flutningskerfisins og fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna sambærileg straumleysismínútnagildi í raforkukerfinu. Stefnt er að því að minnka áhrif veðurs á afhendingu með aukinni styrkingu kerfisins og nýjum yfirbyggðum tengivirkjum. Stór hluti búnaðar stendur í dag utanhúss sem þýðir að ýmis veðrabrigði, eins og t.d. selta sem leggst á búnað, getur valdið útleysingum við óhagstæðar aðstæður. Tæknilegir þættir og viðhaldsvinna eiga sinn þátt í góðu afhendingaröryggi, að ógleymdum góðum og vel þjálfuðum mannauði sem vinnur eftir ströngustu verkferlum hverju sinni.

 

Lykiltölur

Lykiltölur úr rekstri flutningskerfisins 2019. Ástæðan fyrir því að heildarinnmötun lækkaði milli ára var álagslækkun hjá álverinu ÍSAL í Straumsvík (Rio Tinto). 

Heildarinnmötun í flutningskerfið

18.727 GWst

(19.065 GWst 2018)

Heildarúttekt úr flutningskerfi

18.361 GWst

Þar af úttekt skerðanlegra notenda 436 GWst, (18.667/561 GWst 2018)

Flutningstöp

366 GWst

(398 GWst 2018)

Hæsti afltoppur innmötunar (klukkustundargildi)

2.394 MW

04.03.2019 kl. 12:00 (2.362 MW 2018)

Hæsti afltoppur úttektar (klukkustundargildi)

2.345 MW

04.03.2019 kl. 12:00, (2.362 MW 2018)

Fjöldi fyrirvaralausra rekstrartruflana / bilana

63 truflanir / 80 bilanir

(56 truflanir og 65 bilanir 2018)

Fjöldi fyrirvaralausra truflana sem valda skerðingu

32

Varaaflskeyrsla vegna þessara truflana 2.071 MWst. (18 truflanir/404 MWst 2018)

Samtals forgangsorkuskerðing vegna fyrirvaralausra truflana

3.110 MWst

(71 MWst 2018)

Samtals orkuskerðing til skerðanlegra notenda vegna fyrirvaralausra truflana

2.119 MWst

(882 MWst 2018)

Samantekið afhendingaröryggi frá flutningskerfinu

Með aukinni áraun á flutningskerfið hefur Landsnet í auknum mæli þurft að treysta á varaaflskeyrslu og skerðingarheimildir. Áhugavert er að skoða hvaða áhrif það hefði á afhendingaröryggi kerfisins ef ekki væri hægt að grípa til þessara ráðstafana í truflanarekstri.

Á grafi 1 hefur skerðingum til ótryggra notenda og vinnslu varaafls í fyrirvaralausum truflunum verið umbreytt í straumleysismínútur og reiknað með heildarorkuafhendingu flutningskerfisins 2019, þ.e. straumleysismínútur eru reiknaðar út eins og öll orka sé forgangsorka. Þar að auki hefur skerðingum vegna bilana í öðrum kerfum verið umbreytt í straumleysismínútur. Hafa skal í huga að í öðrum köflum skýrslunnar eru straumleysismínútur bara reiknaðar út frá skerðingum á forgangsorku vegna fyrirvaralausra truflana og forgangsorkuúttekt 2019. Þess vegna eru útreiknaðar straumleysismínútur forgangsnotenda vegna bilana í kerfi Landsnets samtals 89 á grafi 1 en 91,2 annars staðar í skýrslunni. Í ljós kemur að í ár hefðu straumleysismínútur verið rúmlega 200 ef ekki hefði verið hægt að keyra varaafl og skerða ótryggt álag.

Graf 1: Heildarskerðingu umbreytt í straumleysismínútur, ef varaafl hefði ekki verið tiltækt og ekki hefði verði hægt að skerða notendur á skerðanlegum flutningi

Helstu rekstrartruflanir ársins

Tafla 3 sýnir þær truflanir sem voru yfir 0,30 straumleysismínútur árið 2019. Ef um fyrirvaralausa truflun er að ræða er tímalengd skerðingar í töflunni hér að neðan miðuð við tímabilið frá því að eining Landsnets leysir út þar til eining Landsnets kemur í rekstur aftur. Truflun getur haft áhrif á fleiri en eina aðveitustöð og þar af leiðandi getur tímalengd forgangsskerðingar verið breytileg eftir aðveitustöðvum.

Í þeim tilvikum þar sem varaaflskeyrsla hefst innan skerðingartímabilsins er tímalengd skerðingar endurmetin út frá varaaflsframleiðslugetu, þ.e. hvort varaaflskeyrsla hafi dugað fyrir forgangsnotkun eða hvort  skömmtun á rafmagni hafi staðið yfir á svæðinu þrátt fyrir varaaflskeyrslu.

Tafla 3: Truflanir 2019 sem voru yfir 0,30 straumleysismínútur
Dags.LýsingStraumleysismínútur (SMS)Tímalengd forgangsskerðingar [mín]Var ótrygg orka skert?Varaaflskeyrsla í truflun?
10. janSpennir 4 í Búrfelli leysti út vegna yfirálags þegar spennir 5 í Búrfelli var spennusettur eftir viðhald. 0,5819 - 63Nei
28. febBakkastrengir 1 og 2 leystu út við spennusetningu ofnspennis hjá Bakka vegna rangrar virkni varnar.1,58138NeiNei
22. marKerlína 2 hjá Norðuráli leysti út og í kjölfarið fór flæði yfir mörk á byggðalínunni vegna mannlegra mistaka í stjórnstöð. Kerfisvarnir, sem skipta landskerfinu í tvær eyjar, unnu á teinatengi Landsnets í Blöndu og á Hólum. 1,3929Nei
14. aprLV2 leysti út vegna rangrar virkni varnar.0,5639NeiNei
31. maíSpennir 4 í Laxá leysti út með þeim afleiðingum að spennir 3 í Laxá, Húsavíkurlína 1 (HU1) og vél 4 í Laxá leystu út. Spenni 4 var skipt út fyrir varaspenna þar sem um meiriháttar bilun í spenni 4 var að ræða.0,37275 - 2.688Nei
1. júnBakkastrengur 4 leysti út við aðgerð.1,61122NeiNei
6. júnLítill hluti forgangsnotenda datt út við spennuhögg sem varð við spennusetningu á spenni í öðru kerfi.0,4523 - 29NeiNei
10. desKópaskerslína 1 (KS1) og Þeistareykjastrengur 2 (TR2) leystu út í fárviðri sem gekk yfir landið. Allar stæður frá Katastöðum að Kópaskeri brotnuðu vegna mikillar ísingar, samtals 15 möstur (30 staurar og 15 þverslár) brotnuðu ásamt skemmdum á leiðurum. Ekki náðist að keyra upp varaafl á öllum stöðum strax vegna veðurs og færðar. Skömmtun á rafmagni varði þar til línan kom inn og einhverjir voru án rafmagns allan tímann meðan línan var úti.7,5352 - 13.376Nei
10. desSauðárkrókslína 1 (SA1) leysti út í nokkur skipti vegna ísingar og vindálags. Mikil ísing var einnig í tengivirkinu á Sauðárkróki. Straumleysi varði þar til varaafl kom á staðinn og skömmtun var á rafmagni þar til línan kom inn.4,184 - 2.436
10. desÞeistareykjalína 1 (TR1) leysti út vegna ísingar sem hafði hlaðist á jarðleiðara sem seig niður í fasaleiðara. 5,7173 - 274NeiNei
10. desTengivirki Landsnets í Hrútatungu leysti út vegna ísingar og seltu. Erfiðlega gekk að koma virkinu aftur í rekstur vegna fárviðrisins. Mkill seltublandaður ís hafði safnast á allt tengivirkið. Straumleysi til forgangsnotenda varði lengst út frá spenni 1 í Hrútatungu.4,6317 - 1.83061
10. desBlöndulína 1 (BL1) leysti út fjórum sinnum í óveðri sem reið yfir landið. Blöndulína 2 hafði leyst út fyrr um daginn sem þýddi að við útleysinguna einangraðist tengivirki Landsnets í Blöndu frá landskerfinu.1,228-81Nei
10. desSpennir 1 á Hnjúkum leysti út vegna ísingar.32,742.680Nei
11. desFljótsdalslína 2 (FL2) leysti út vegna ísingar og vinds. Að auki var byggðalínuhringurinn rofinn á Hólum vegna aflsveiflna sem urðu í annarri truflun fyrr um daginn. 1,5111 - 167
11. desDalvíkurlína 1 skemmdist í óveðri sem gekk yfir landið. Yfir 28 straurar skemmdust og varðskipið Þór þurfti að keyra varaafl.23,1410.800
15. desTengivirki Landsnets Í Hrútatungu leysti út vegna ísingar og seltu. Straumleysi var mismikið eftir stöðum en lengst út frá spenni 1 í Hrútatungu.1,593 - 255
20. desLaxárvatnslína 1 leysti út en beðið var með innsetningu eftir að skolun á tengivirkinu í Hrútatungu lyki, sem áætlað var um nóttina. Straumleysi orsakaðist af skolun virkisins en ekki útleysingu línunnar.0,83349 - 368
21. desSpennir 4 í Laxá leysti út vegna ísingar á spenninum. 0,31108- 724NeiNei

Samantekt eftir landshlutum

Áhugavert er að skoða hvernig truflanir ársins skiptust eftir landshlutum. Mynd 2 sýnir fjölda truflana í hverjum landshluta fyrir sig og útreiknaðar straumleysismínútur fyrir almenna notendur, þ.e. dreifiveitur. Hafa skal í huga að hér hafa straumleysismínútur verið reiknaðar niður á landshluta, þ.e. miðað er við heildarforgangsorkuúttekt almennra notenda á árinu í hverjum landshluta fyrir sig. Það er gert til þess að gefa betri mynd af því hvaða straumleysi forgangsnotendur upplifðu í hverjum landshluta. Þar af leiðandi eru SMS mun fleiri hér en í kaflanum „Afhendingaröryggi“ þar sem straumleysismínútur eru reiknaðar miðað við heildarforgangsálagsúttekt Íslands á árinu.

Mynd 2: Samantekt fyrirvaralausra truflana og straumleysismínútna í hverjum landshluta fyrir árið 2019, við útreikninga á straumleysismínútum var miðað við forgangsálag almennra notenda árið 2019