Framkvæmdir, þróun og frammistaðan

Ársskýrsla
Til þess að ráðast í svo viðamikið verkefni að byggja upp flutningskerfi fyrir rafmagn þarf kerfisáætlun að liggja fyrir. En hvað er kerfisáætlun og hvernig og hvers vegna er hún mikilvæg? Sérfræðingar okkar útskýra í stuttu máli fyrir okkur kerfisáætlun og hlutverk hennar.

Línur og tengivirki

Smelltu hér til að skoða lista yfir háspennulínur og tengivirkin okkar.

Háspennulínur Landsnets

Tengivirki Landsnets


 

Rannsóknaanáll

Á árinu voru rannsóknir stundaðar af kappi. Í byrjun árs fékk Landsnet aðstoð Náttúrufræðistofnunar Íslands til þess að meta aðferðir sem notaðar hafa verið við mat á áflugi fugla á loftlínur og veita ráðgjöf um það sem betur mætti fara. Í framhaldi af því var fuglatalningu sumarsins breytt lítillega. Á seinni hluta ársins var samtalinu við NÍ haldið áfram með meira samstarf í huga og þátttöku háskólasamfélagsins í rannsóknum í tengslum við áflug.

Farið var í áhugavert verkefni með Norconsult og Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hornafirði, þar sem bornar voru saman tvær aðferðir til að meta sýnileika loftlínumastra. Rannsóknasetrið hefur unnið fyrir verkefnisstjórn rammaáætlunar að mati á sýnileika vindorkuvera og tilgangur verkefnisins var að bera þá aðferð saman við aðferð sem þróuð hefur verið hjá Landsneti og Norconsult. Niðurstöður verkefnisins sýna að þrátt fyrir nokkurn mun á þessum aðferðum styrki þær hvora aðra og að ef þær eru notaðar saman geti þær gert sýnileikagreiningar skilvirkari.

Á árinu var sett af stað verkefni sem miðaði að því að skoða mögulegar nýjar leiðir til að meta afhendingaröryggi og orkuöryggi. Skoðað var hvernig þeim málum væri háttað annars staðar í Evrópu og í kjölfarið á þessari athugun var sett af stað verkefni til undirbúnings að innleiðingu nýs verkfæris (hugbúnaðar) til þess að meta orkuöryggi. Það er vonast til þess að sá hugbúnaður nýtist einnig við almennari greiningar á orkuflæði í kerfinu og einnig í tengslum við hagrænar greiningar á því.
 Tilfallandi kerfisrannsóknir voru að venju nokkrar, m.a. vegna styrkingar flutningskerfisins á Vestfjörðum.

Landsnet fékk Háskólann í Reykjavík til þess að taka saman minnisblað sem fjallaði með almennum hætti um jafnstraumsorkukerfi og mögulega nýtingu þeirra hér á landi. Tilgangurinn með því að taka þetta saman er að hafa aðgengilegar á einum stað upplýsingar um þessi má sem vísa má áhugasömum á.

Eins og undanfarin ár tókum við þátt í nokkrum erlendum rannsóknaverkefnum, ýmist með einum eða fleiri flutningsfyrirtækjum á Norðurlöndum og samstarfsfyrirtækjum og háskólum. Þarna er um að ræða SPARC- og ICEBOX-verkefnin, sem hafa verið í gangi í tvö ár, og svo VulPro sem fór af stað í september sl.

Örugg orka til allra landsmanna
 

Viðhald og viðgerðir

Viðhaldsflokkar Netþjónustu höfðu í ýmsu að snúast á árinu. Árið byrjaði líkt og árið á undan endaði með bilunum á línum og í tengivirkjum vegna veður og seltu truflana. Covid-19 fór svo að hafa áhrif á fjölda verkefna þegar líða fór á vorið og við það var búið árið á enda. Netþjónustu var skipt upp í fjögur sóttvarnarhólf.  Þar sem starfsfólk á Akureyri og Egilsstöðum voru í sitthvoru sótvarnarhólfinu og í Reykjavík var línu og tengivirkja starfsfólki skipt á milli Gylfaflatar og Bæjarflatar. Reynt var eftir fremsta megni að hafa sama starfsfólkið saman í minni vinnuhópum. Ef upp kom að menn þurftu að fara á milli hópa sem oft gerðist vegna verkefna þá var reynt að hafa skipti til baka um helgar. Fjöldi rekstrar og framkvæmda verka kallaði á aðkomu erlendra aðila og þurfti í mörgum verkum að gera sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 

Verkefni netþjónustu skiptast í fjóra meginflokka rekstrar-, framkvæmda-, bilanna- og úrbótarverk og  var lokið um 1200 verkum á árinu. 

Rekstrarverkefni voru mörg allt frá rofastjórn og spennuvörslu í kringum búnað í rekstri, umsjón og yfirferð á rofabúnaði, spennum stjórnbúnaði, smáspennukerfum og fasteignum. Eitt af stærri verkefnunum var í kringum upptekt á rofabúnaði í Hrauneyjum með sérfræðingum frá ABB. Verkefni sem hefur verið unnið í áföngum síðustu ár og mun ljúka á þessu ári. Skoðun búnaðar með dróna hefur verið að aukast með góðum árangri. Eru gögn úr þeim skoðunum að gefa okkur nýja sýn og möguleika á að meta slit á búnaði mun betur en áður.

Úrbætur og frágangur vegna línubilanna á norður og austurlandi frá því í desember 2019 var umfangsmikil hjá línuhópnum. Má nefna í því samhengi endurnýjun á turni í Fljótsdalslínu 4, sem kallaði á mikinn undirbúning og skipulag margra aðila og tókst aðgerðin mjög vel. 
Nokkrar bilanir kröfðust aðgerða og tóku tíma. Bilun í streng frá línu og inn í tengivirki AD7 í Kópavogi var krefjandi og tók tíma að finna. Viðgerð gekk vel að lokum með góðri samvinnu með erlendum sérfræðingum. 

Netþjónusta sinnti svo fjöldamörgum verkefnum í framkvæmdaverkum ársins og þarf á næstu árum að byggja upp hóp kunnáttufólks til að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir í rekstri stafrænna tengivirkja. 

Þegar stormurinn blæs
 

Aðfangakeðjan

Árið bauð upp á metfjölda í útboðum og samningum. COVID-19 var þó mesta áskorun aðfangakeðjunnar og snemma á árinu var unnið í að auka verulega samskipti og samstarf við birgja sem leiddi af sér að í mörgum tilvikum tókst að forðast tafir sem ella hefðu orðið. Áfram var haldið með innleiðingu á rafrænum lausnum og var rafræn undirritun á íslenskum samningum innleidd og unnið var að lausnum við rafræna undirritun á erlendum samningum og rafræna undirskrift í útboðskerfinu.

Hvernig stóðum við okkur á árinu? 

Smelltu hér og farðu beint yfir í frammistöðuskýrsluna okkar þar sem farið er yfir truflanir, gæði og afhendingaröryggi ársins og þar er líka að finna sérstakan kafla um desember óveðrið.