Stöðugur rekstur, lykiltölur og horfur

Ársskýrsla

Helstu niðurstöður ársreikningsins

  • Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 46,6 milljónum USD (5.925,1 millj.kr.)  samanborið við 50,2 milljónir USD (6.383,9 millj.kr.) árið áður.
  • Hagnaður nam 27,3 milljónum USD (3.476,4 millj.kr.) á árinu 2020 samanborið við 30,3 milljónir USD (3.855,4 millj.kr.) hagnað á árinu 2019.
  • Handbært fé í lok árs nam 25,8 milljónum USD og handbært fé frá rekstri nam 53,9 milljónum USD.
  • Heildareignir námu 911,4 milljónum USD í árslok samanborið við 852,3 milljónir USD 2019.
  • Eigið fé nam 404,8 milljónum USD í árslok samanborið við 391,3 milljónir USD 2019.
  • Arðsemi eigin fjár, á ársgrundvelli, var 6,9% á árinu 2020 samanborið við 7,4% 2019.

Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, segir árið 2020 hafa verið ár áskorana, framkvæmda og stöðugleika hjá Landsneti og segir það mjög ánægjulegt í ljósi þess að bæði einkenndist árið af erfiðum veðrum og heimsfaraldri. Efnahagsleg áhrif af COVID-19 höfðu óveruleg áhrif á ársreikninginn sem sýnir góða rekstrarniðurstöðu og fjármálalegan stöðugleika.


   „Það er ánægjulegt að niðurstaða ársreikningsins, sem við lögðum fram í dag, sýnir að rekstur félagsins er sterkur og sýnir fjármálalegan stöðugleika við erfiðar aðstæður. Á síðustu árum hefur náðst stöðugleiki í rekstrarumhverfi félagsins, sem er mjög mikilvægur, og grundvöllur þess að ná fram hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri flutningskerfisins. Á fyrri hluta árs voru miklar áskoranir tengdar óveðri sem hafði mikil áhrif á flutningskerfið og starfsemina. Við tók uppbygging á innviðum og áhersla var lögð á verkefni sem voru sett í forgang af stjórnvöldum í kjölfar óveðranna. Þetta var stærsta framkvæmdaár félagsins frá upphafi og við erum stolt af því að hafa náð markmiðum þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Framkvæmdir gengu vonum framar þrátt fyrir þær áskoranir sem fylgdu COVID-19 faraldrinum, þar sem tekist var á við einstakar tafir með breyttri forgangsröðun verkefna. Í rekstrinum var fylgt áhættumati Almannavarna og tókst með góðri samvinnu starfsfólks og ytri aðila að lágmarka áhrif COVID-19 á rekstur félagsins og halda úti góðri þjónustu við nýjar og krefjandi aðstæður. Við horfum bjartsýn til nýs árs. Verkefnastaðan er áfram krefjandi, félagið stendur vel gagnvart fjármögnun og framundan eru spennandi tímar við áframhaldandi styrkingu flutningskerfisins.“

Efnahagsreikningur og sjóðstreymi

Heildareignir félagsins í árslok námu 911,4 milljónum USD. Heildarskuldir námu í árslok 506,6 milljón USD. Handbært fé frá rekstri nam 53,9 milljónum USD og handbært fé í lok árs 25,8 milljónum USD. Eigið fé nam 404,8 milljónir USD og eiginfjárhlutfall í árslok var 44,4%. Arðsemi eigin fjár, á ársgrundvelli, var 6,9% á árinu 2020.

Lykiltölur

Lykiltölur (fjárhæðir í þúsundum USD).2017201820192020





Úttekt (GWh)18.28518.855
18.540
18.105
Töp (GWh)373398
370
353
Töp sem hlutfall af innmötun2,0%2,1%
2,0%
1,9%





Rekstrartekjur147.326154.139
140.331
130.470
Fjárfestingahreyfingar74.62734.172
43.889
87.096
Fjárfestingahreyfingar sem hlutfall af rekstrartekjum51%22%
31%
67%





Rekstrarhagnaður (EBIT)59.33861.052
50.184
46.577
Rekstrarhagnaður (EBIT) sem hlutfall af rekstrartekjum40,3%39,6%
35,8%
35,7%
Almennur rekstrarkostnaður *34.67836.911
36.840
33.140
Almennur rekstrarkostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum23,5%23,9%
26,3%
25,4%
Hagnaður (tap)28.01337.134
28.106
27.328
Hagnaður (tap) sem hlutfall af rekstrartekjum19,0%24,1%
20,0%
20,9%





Eignir851.302846.332
851.707
911.438
Eigið fé336.964370.303
391.311404.848
Skuldir514.338476.029
460.996
506.590





Arðsemi meðalstöðu eiginfjár8,7%10,5%
7,4%
6,9%
Eiginfjárhlutfall39,6%43,8%
45,9%
44,4%





Lengd loftlína í rekstri3.0983.099
3.099
3.088
Lengd jarð- og sæstrengja í rekstri245234
260
270





Stöðugildi í árslok120120
135
137
 * Almennur rekstrarkostnaður = Rekstrargjöld - Afskriftir - Kerfisþjónusta og töp

Horfur í rekstri

Áætlanir félagsins fyrir árið 2021 gera ráð fyrir 30,4 milljóna USD hagnaði af rekstri félagsins. Í tekjuáætlun er byggt á þeim magn- og verðbreytingum sem félagið hefur vitneskju um. Kostnaðaráætlun er byggð á raunkostnaði við rekstur félagsins að teknu tilliti til þeirra viðmiða sem ákvörðun tekjumarka felur í sér. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að framkvæmdir nemi a.m.k. 86,6 milljónum USD á árinu. Fjármögnun verkefna er í undirbúningi og telur félagið sig hafa gott aðgengi að lánamörkuðum.