Metnaðarfullur vinnustaður

Ársskýrsla

Ráðningar og starfsmannavelta

Á árinu réðum við inn í níu stöðugildi og vorum með fjóra rafvirkjanema. Allar ráðningarnar fóru fram í gegnum vefviðtöl, sem var talsverð áskorun, sem og móttaka nýliða. Heimavinna varð okkur eiginleg og við unnum vel í gegnum þær takmarkanir sem sóttvarnareglurnar settu okkur. Þrátt fyrir alls konar hindranir við að taka á móti nýjum samstarfsfélögum gekk það ótrúlega vel. Við erum mjög þakklát fyrir þennan frábæra hóp sem við höfum fengið inn til okkar. Á sama tíma hættu átta samstarfsfélagar störfum hjá okkur, tveir vegna aldurs. Viljum við þakka öllu þessu frábæra starfsfólki fyrir vel unnin störf.

Fræðsla og þjálfun

Eins og alltaf var mikið lagt upp úr fræðslu og þjálfun hjá okkur. Kórónuveiran gerði það að verkum að öll fræðsla og þjálfun byggðist meira og minna á rafrænni kennslu og kom Landsnetsskólinn þar sterkur inn.

Jafnréttismál og jafnlaunavottun

Miðgildi allra launa/laun forstjóra

Kynbundinn launamunur

Vinnustaðagreining og aðrar mælingar

Við lögðum fyrir fólkið okkar könnun þar sem við spurðum um eitt og annað sem snýr að vinnustaðnum. Það er greining sem við höfum gert undanfarin ár. Helgun og tryggð er sterk hjá okkur og starfsánægja er yfir gagnabanka Gallup sem styður okkar vegferð í því að vera eftirsóknarverður vinnustaður. 

Vinnutímastytting og fjarvinna

Um mitt ár var vinnutímastytting tekin upp hjá okkur. Starfshópur, þvert á fyrirtækið, fékk það hlutverk að skoða hvernig best væri að stytta vinnutímann með það að markmiði að viðhalda þjónustustiginu, skila sömu og jafnverðmætri vinnu með styttri vinnutíma og tapa ekki sveigjanleikanum sem við kunnum svo vel að meta og tryggja fjölskylduvænlegan vinnustað. Við innleiddum tímaskráningarkerfi til að halda utan um vinnutímastyttinguna. Við skoðuðum líka ýmsar útfærslur að fjarvinnuhugmyndum. Hópurinn lagði fyrir skoðanakönnun til að fá sem besta innsýn í skoðanir fólks á vinnutímastyttingu og fjarvinnu og fengum við styrk til tækjakaupa til að geta betrumbætt vinnuaðstöðu okkar í fjarvinnunni.

Kjaramál

Stefna okkar er að vera nútímalegur og eftirsóknarverður vinnustaður sem keppir um hæft starfsfólk á vinnumarkaði á grundvelli markaðslauna. Unnið var að nýrri kjarastefnu þar sem markmiðið var að vera með einfalt, gagnsætt og samræmt launafyrirkomulag þar sem launakjör væru byggð á markaði, jafnræði, starfi og hæfni.

Menningarvegferðin

Eitt af lykilverkefnum okkar á síðasta ári var menningarvegferðin svokallaða. Verkefnið snýst um að innleiða framfaramiðað hugarfar (e. growth mindset) hjá okkur. Framfaramiðuð hugarfarsmenning einkennist af stuðningi, nýsköpun, þróun og ýtir undir samvinnu. Lærdómur, dugnaður og framför eru lykilatriði. Það voru einkum tveir drifkraftar sem ráku okkur áfram í að fara í þessa vegferð. Annars vegar einlægur vilji til að gera gott betra og viljinn til að gera fyrirtækið að einum besta vinnustað landsins. Menning er einn stærsti þáttur í góðum vinnustað og því lá beinast við að skoða hana betur. Svo eru hins vegar miklar breytingar í gangi í orkugeiranum, breytingar sem umbylta því hvernig orkugeirinn virkar. Okkur fannst nauðsynlegt að undirbúa okkur fyrir þessar breytingar og það er hvergi betra að byrja slíkan undirbúning en í menningunni. Unnið hefur verið með stjórnendum og starfsfólki að því að gera vinnustaðinn enn betri með uppbyggjandi nálgun á samskipti og verkefni og með áherslu á lærdóm, gagnsæi og endurgjöf.

Lögð er einnig áhersla á aukinn skýrleika og hraða í ákvarðanatöku með það að markmiði að minnka sóun sem felst í getgátum um fyrirætlanir og bið eftir ákvörðunum. Á sama tíma er unnið í forgangsröðun verkefna þannig að færri verkefni séu í vinnslu á hverjum tíma. Þau fá þá meiri athygli, betri gæði eru tryggð á styttri tíma og minni tilkostnaður. Síðast en ekki síst má nefna að verið er að innleiða öfluga og faglega breytingastjórnun (e. transformational change management) þar sem orkugeirinn er að ganga í gegnum viðamiklar breytingar. Ráðið var í stöðu leiðtoga breytinga til að byggja enn betur undir faglega breytingastjórnun því við hjá Landsneti ætlum að innleiða besta vinnulag og ferla ásamt því að takast á við miklar breytingar á ýmsum sviðum sem tengjast öðrum lykilverkefnum.

Lykilmælikvarðar

Landsnet hefur skilgreint 5 lykilmælikvarða sem hver og einn tengist loforðum fyrirtækisins til hagsmunaaðila, s.s. viðskiptavina, eigenda, samfélags og starfsfólks. Þessir mælikvarðar eru taldir upp í töflu 1.

MælikvarðiMarkmiðÁrangur 2019Árangur 2020Árangur 2021
Afhendingaröryggi99,9905%99,9831%99,9977% 99,9905%
Ánægja viðskiptavina
4,24,03,9 4,0
Arðsemi eigin fjár8,5%7,4%6,9%8.1%
Kolefnislosun Umfang 12.6352.9284.002 3.574
 Helgun starfsfólks 4,34,3 4,3 4.2
Slysatíðni (H-gildi)00 00