Innkaupastefna
Innkaup Landsnets heyra undir reglugerð nr. 340/2017 um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu.
Landsnet notar tvær leiðir til að auglýsa útboð á vegum félagsins.
Almenn útboð eru auglýst á www.utbodsvefur.is
Hæfismatskerfið Achilles - Utilities Nordic Central Europe (UNCE) er mikið notað við val á þátttakendum fyrir útboð við innkaup á búnaði og þjónustu í raforkukerfið. Útboð sem byggja á hæfismatskerfinu eru lokuð og eingöngu fyrir aðila sem valdir eru með hæfismatskerfinu. Birgjar sem vilja skrá sig í kerfið geta notað eftirfarandi vefslóð