Innviðauppbygging VEL-04
Endurnýjun 66 kV tengivirkisins á Vegamótum er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets. Ástand virkisins, sem er útivirki frá árinu 1975, er orðið mjög slæmt og er farið að ógna afhendingaröryggi á Snæfellsnesi.
Tengivirkið við Vegamót er mikilvægur tengipunktur fyrir Snæfellsnes. Þar tengjast inn Vegamótalína 1, (Vatnshamrar – Vegamót) sem er eina tenging svæðisbundna flutningskerfisins á Snæfellsnesi við meginflutningskerfið, Ólafsvíkurlína 1 (Vegamót – Ólafsvík), Vogaskeiðslína 1 (Vegamót – Vogaskeið) og Spennir 1.
Í stað núverandi útivirkis verður reist nýtt yfirbyggt 66 kV gaseinangrað tengivirki.