Innviðauppbygging LAN-064
Í flutningskerfi Landsnets eru nokkrir afhendingarstaðir sem eru geislatengdir og því verr útsettir fyrir truflunum en þeir afhendingarstaðir sem eru í möskvuðu kerfi. Til að koma í veg fyrir langvarandi straumleysi vegna viðhalds eða bilunar á þessum geislatengdu stöðum undirbýr Landsnet innkaup á færanlegum varaaflsstöðvum til að anna aflþörf forgangsorku þessara afhendingastaða á meðan tilsvarandi hluti flutningskerfisins er úti.
Miðað er við að hver stöð verði 1-1,2 MW og að innkaupin verði áfangaskipt þannig að keypt verði allt að 6 MW í fyrsta áfanga.
Færanlegu varaflstöðvarnar eru í innkaupaferli og áætlað að þær verði tiltækar haustið 2020.
Viltu vita meira um verkefnið líttu þá á Kerfisáætlun 2019-2028