Innviðauppbygging LAN-064

Í  flutningskerfi Landsnets eru nokkrir afhendingarstaðir sem eru geislatengdir og því verr útsettir fyrir truflunum en þeir afhendingarstaðir sem eru í möskvuðu kerfi. Til að koma í veg fyrir langvarandi straumleysi vegna viðhalds eða bilunar á þessum geislatengdu stöðum undirbýr Landsnet innkaup á færanlegum varaaflsstöðvum til að anna aflþörf forgangsorku þessara afhendingastaða á meðan tilsvarandi hluti flutningskerfisins er úti.  


Keyptar voru fimm stöðvar, hver 1,2 MW að stærð sem komið er fyrir í 40 feta gámum. Vélarnar komu til landsins í október og nóvember og fóru þá í prófanir áður en þær voru teknar í rekstur. Eftir nafnasamkeppni fengu vélarnar heitin Hrappsey, Þerney, Brokey, Álsey og Drangey, sem er vel viðeigandi þar sem nöfnin visa til kerfisaðstæðna þar sem vélarnar eru í “eyjarekstri”, sem þýðir að hluti kerfis er aðskilinn frá meginflutningskerfinu í lítilli eyju.


Vélarnar hafa reynst vel í rekstri þann stutta tíma sem þeirra hefur notið við, og auka sveigjanleika við rekstur kerfisins sem og að auka afhendingaröryggi á geislatengdum stöðum verulega. Stöðvunun hefur verið komið fyrir á völdum stöðum á landinu til að stytta mögulegan viðbragðstíma í bilunum.

Viltu vita meira um verkefnið líttu þá á Kerfisáætlun 2019-2028 

 

Tengiliðir

Víðir Már Atlason

Verkefnastjóri

S: 563 9407

Landsnet á samfélagsmiðlum


Næstu fundir

Enginn fundur hefur veirð ávkeðinn.


 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?