Innviðauppbygging VEL-03

Akranes er tengt við meginflutningskerfið með tveimur 66 kV línum, Akraneslínu 1 sem er jarðstrengur frá Brennimel að Akranesi og Vatnshamralínu 2 sem liggur frá Vatnshömrum að Akranesi. 

Vatnshamralína 2 er tréstauralína frá árinu 1966. Í tengslum við byggingu nýs tengivirkis á Akranesi árið 2016 voru 1,3 km línunnar lagðir í jarðstreng að Akranesgatnamótum og næstu 3,6 km árið 2020 í tengslum við frekari uppbyggingu iðnaðarhverfis. 

Síðar er fyrirhugað að leggja strenginn alla leið í tengivirkið í Brennimel og rífa loftlínuhluta Vatnshamralínu 2. Hinn nýi 20 km langi jarðstrengur (sem lagður verður í þremur áföngum) kemur þá til með að heita Akraneslína 2.

 

 


 

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429


Friðrika Marteinsdóttir

Verkefnastjóri

S: 563 9547

Landsnet á samfélagsmiðlum


 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?