Innviðauppbygging VEL-03
Akranes er tengt við meginflutningskerfið með tveimur 66 kV línum, Akraneslínu 1 (AK1), sem er jarðstrengur frá Brennimel að Akranesi og Vatnshamralínu 2 (VA2), sem liggur frá Vatnshömrum að Akranesi. VA2 er tréstauralína frá árinu 1966, nema næst tengivirkjum eru jarðstrengsbútar en loftlínuhluti VA2 þarfnast endurnýjunar. I tengslum við byggingu nýs tengivirkis á Akranesi árið 2016 var lagður, 1,3 km jarðstrengur að loftlínumastsri nr. 4 VA2 við Akranesgatnamót.
Akranesbær vinnur nú að uppbyggingu iðnaðarhverfis austan Akranesvegamóta og er loftlína VA2 farin að hamla þeirri uppbyggingu. Til að bregðast við því er ætlunin leggja 3,6 km langan jarðstreng sumarið 2020, frá jarðstrengsenda við Akranesvegamót að loftlínumastri nr. 24 í VA2. Strengurinn tengist inn á fyrirliggjandi jarðstreng og loftlínu VA2, sem er í rekstri. Seinni tíma verkefni er að leggja strenginn alla leið í tengivirkið í Brennimel og rífa loftlínu VA2. Hinn nýi 20 km langi jarðstrengur (sem lagður hefur verið í þremur áföngum ) kemur þá til með að heita Akraneslína 2.
Unnið er að skipulagsmálum, samningum við landeigendur, útboðshönnun og innkaupum strengs. Áætlað er að jarðstrengurinn verði lagður sumarið 2020.