image

Hagsmunaráð Landsnets

Sett hefur verið á stofn hagsmunaráð Landsnets en megin tilgangur þess er skapa vettvang umræðna milli hagaðila í samfélaginu um uppbyggingu raforkukerfisins. 

 Á vorfundi Landsnets í mars 2018 tilkynnti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um áform að stofna hagsmunaráð, sem lið í auknu samráði um uppbyggingu grunninnviða. Hagsmunaráði er ætlað að stuðla að auknu samráði, auknum gagnkvæmum skilningi, leiða til nýrra lausna og aukinnar sáttar um framtíð flutningskerfis raforku.

Landsnet hefur umsjón með hagsmunaráðinu en sú ábyrgð felst m.a. í að kalla eftir tilnefningum í ráðið, undirbúa og boða fundi og sjá um samskipti við fulltrúa þess. Formaður ráðsins er skipaður samkvæmt ábendingu frá ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Við skoðun á samsetningu og fyrirkomulagi hagsmunaráðs hefur verið litið til erlendra fyrirmynda, m.a. Energinet í Danmörku, Elia í Belgíu og NationalGrid í Bretlandi. Í öllum tilvikum hefur hagsmunaráð stuðlað að bættri áætlanagerð og auknum samskiptum hagaðila.

Skipunartími í ráðið er 2 ár og áætlað að ráðið komi saman 3-4 sinnum á ári.  

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 5639429


Páll Jensson

Formaður Hagsmunaráðs

S:

Landsnet á samfélagsmiðlum


Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?