Á vorfundi Landsnets í mars sl. ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra m.a. um áform um að stofna hagsmunaráð, sem lið í auknu samráði um uppbyggingu grunninnviða þar sem hún sagði m.a. að markmiðið með stofnun ráðsins, sem er ráðgefandi fyrir Landsnet, væri að efla enn frekar samráð og miðlun upplýsinga, þannig að áætlanagerð, framkvæmdir og forgangsröðun taki mið af áherslum hagsmunaaðila.