Fjallað er um heimildir Landsnets til umferðar og undirbúnings framkvæmda á eignarlandi í raforkulögum, nr. 65/2003.
 
Í 21. gr. raforkulaganna erokkur heimilaður aðgangur að eignarlandi vegna undirbúnings á starfsemi sinni. Þar kemur meðal annars fram að landeiganda og umráðamanni lands er skylt að veita flutningsfyrirtæki óhindraðan aðgang að eignarlandi ef nauðsyn krefur vegna undirbúnings að starfsemi samkvæmt raforkulögum. 
 
Umferðarréttur samkvæmt þessu lagaákvæði gildir t.d. við undirbúning mats á umhverfisáhrifum og við frumhönnun.

Þrátt fyrir þessa heimild raforkulaga er það vinnuregla af hálfu okkar að fara ekki um eignarland án vitundar og í samráði við landeigenda sé þess kostur.
 

Skaðabætur

Í 22. gr. raforkulaganna er ákvæði um skaðabætur sem m.a. taka til þess ef tjón verður á undirbúningstíma.
 
Þar kemur m.a. fram að landeigandi geti krafið þann, sem á grundvelli orkulaga hefur rétt til umferðar eða framkvæmda á eignarlandi, um bætur vegna tjóns sem hann verður sannanlega fyrir af þeim sökum, vegna röskunar eða skemmda á landi, mannvirkjum eða öðrum eignum. Hér er vísað til almennra reglna í eigna- og skaðabótarétti. Náist ekki samkomulag um bætur skal ákveða þær með eignarnámsmati. 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?