Áhrif rafsegulsviðs

Rafsegulsvið er í raun tvö fyrirbæri; rafsvið og segulsvið. Hvort tveggja er tilkomið vegna rafmagns. Rafsvið myndast vegna spennumunar milli tveggja punkta og segulsviðið vegna rafstraums.

Raf- og segulsvið eru umhverfis okkur alla daga. Af og til spretta upp umræður um möguleg neikvæð áhrif þessara sviða á heilsufar. Til þess að auðvelda almenningi að afla sér upplýsinga um rafsegulsvið höfum við tekið saman upplýsingar, bæði eigin efni og efni frá Finnlandi og Noregi. Við bendum einnig á heimildaskrá aftast í skýrslunni „Eðli, áhrif, mælingar og útreikningar – Rafsegulsvið“.