KKS kóði

KKS kóðinn er merkingakerfi til að að merkja búnað í raforkugeiranum og notaður við eignastýringu, viðhald og stjórn raforkukerfisins.

KKS kerfi Landsnets skiptist upp í KKS handbók, þar sem ýmsar sértækar skilgreiningar eru fyrir Landsnet ásamt leiðbeiningum um talning búnaðar, og í KKS lykil þar sem kóðarnir eru skilgreindir eins og frumgerðin gerir ráð fyrir auk nokkurra viðbóta frá Landsneti.

Samhæfðar handbækur

Handbækur Landsvirkjunar og Landsnets eru samhæfðar. KKS lykillinn er að grunni til byggður á IEC og ISO stöðlum ásamt DIN 40719 PART 2 (IEC 750). Lykillinn (KKS kóðarnir) skiptist upp í 3 lykilþrep (LYK 1, LYK 2 og LYK 3)
(á ensku Break Down Level, BDL). Þessi lykill inniheldur þá lykla sem Landsnet og Landsvirkjun nota, en ýmsu úr frumgerðinni er sleppt, s.s. lyklum fyrir kjarnorkuver o.fl. sem ekki á við hér. KKS kóðinn er í stöðugri endurskoðun og er uppfærður á netinu ef breytingar og/eða viðbætur eru gerðar.

KKS kóði - Fljótsdalslína 3.

Notkun KKS kóðans

Þar eru ýmsar skilgreiningar og skýringar á því hvernig nota skal KKS kóðann. Þar sem KKS lykillinn býður upp á frjáls afnot af ýmsum kóðum þá hefur Landsnet komið sér upp skilgreiningum og skýringum á því hvernig nota skal KKS kóðann fyrir eignir Landsnets.


KKS-nefnd annast umsjón KKS kóðans og stofnar kóða fyrir nývirki og vegna breytinga ef með þarf. Öðrum er ekki heimilt að stofna kóða.

 

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?