Um innkaup Landsnets gildir reglugerð nr. 340/2017 um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu og eftir atvikum, lög um framkvæmd útboða nr. 65/1993.


Útboð Landsnets eru framkvæmd með rafrænu útboðskerfi þar sem allt útboðsferlið er rafrænt. Í útboðskerfinu er meðal annars hægt að nálgast útboðsgögn, senda fyrirspurnir og skila tilboðum. Viðmót útboðskerfisins er á íslensku, ensku og pólsku. Þeir aðilar sem vilja taka þátt í útboðum Landsnets verða að skrá sig í kerfið. Slóðin á kerfið er utbod.landsnet.is


Flest útboð Landsnets varðandi efni í raforkukerfið eru lokuð útboð. Í lokuð útboð eru aðilar valdir til þátttöku með hæfismatskerfinu Utilities NCE. Slóðin á hæfismatskerfið er www.achilles.com/community/utilities-nce/


Öll opin útboð Landsnets eru auglýst á útboðsvef opinberra innkaupa en slóðin er www.utbodsvefur.is.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?