Ekki er hægt að áætla raforkunotkun með 100% nákvæmni og því kemur alltaf til frávika sem þarf að brúa. Landsnet hefur tvö úrræði til að laga framleiðslu að notkun á rauntíma. Það fyrra er að nýta reiðuafl og það síðara felst í notkun reglunarafls.

Smærri frávik eru jöfnuð með hjálp reiðuafls. Reiðuaflið felst einkum í viðbótarframleiðslu virkjana sem er sett af stað af svokölluðum gangráðum sem er sjálfvirkur búnaður í virkjunum. 

Í stjórnstöðinni okkar er fylgst með reiðuaflsnotkun vegna frávika. Fari reiðuaflsnotkunin út fyrir viss mörk er gripið til reglunarafls. Notkun reglunarafls felst í því að Landsnet nýtir tilboð á reglunaraflsmarkaði og breytir framleiðslu virkjunar í samræmi við það.

 

Eftirfarandi samningar eru í gildi um sölu Landsvirkjunar á reiðuafli til Landsnets.

Landsvirkjun - Þjórsársvæði

Landsvirkjun - Fljótsdalsstöð

Landsvirkjun - Þjórsársvæði og Blöndustöð

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?