Við höfum sett okkur þá stefnu að vinna markvisst að því að lágmarka neikvæð áhrif sem hljótast af rekstri og uppbygginu flutningskerfi raforku. Tekið er tillit til umhverfissjónarmiða og lögð er áhersla á að umgengni um mannvirki sé til fyrirmyndar þegar kemur að framkvæmdum jafnt sem viðhaldi.

Hugað er að umhverfismálum strax í kerfisáætlun en samhliða þeim er unnið umhverfismat áætlunarinnar. Þegar komið er að undirbúning einstakra framkvæmda er unnið nákvæmara mat á umhverfisáhrifum, í því ferli koma oft margar tillögur að mótvægisaðgerðum og skilyrðum. Þær aðgerðir og skilyrði fylgja alla jafna inn í framkvæmdarleyfi og þeim fylgt eftir þegar þar að kemur.

Umhverfisúttektir fara fram við framkvæmdarlok allra fjárfestingaverkefna. Úttektir fara fram með þátttöku hagsmunaaðila þar sem farið er yfir frágang að framkvæmdinni lokinni.
 
Við leggjum áherslu á að allur úrgangur og spilliefni sem falla til vegna starfseminnar sé flokkaður og magn skráð. Á starfstöðvum Landsnets er lagt áherslu á að aðbúnaður til flokkunar sé góður.

Landsnet er með stjórnunarkerfi sem er vottað samkvæmt ISO 14001. Nálgast má nánari upplýsingar um umhverfisstefnu Landsnets hér.