Landsnet hefur ákveðið að nýtt umhverfismat verði gert fyrir Blöndulínu 3. Markmiðið með nýju umhverfismati er m.a. að skapa sátt um þau ferli sem tengjast uppbyggingu Blöndulínu 3. Ákvörðunin var tekin í samráði við Skipulagsstofnun.
Markmiðið með Blöndulínu 3, 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og Akureyrar er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi svo það ráði betur við truflanir, auka hagkvæmni í orkuvinnslunni með samtengingu virkjanasvæða og þjóna allri uppbyggingu og núverandi starfsemi á Norður- og Austurlandi.