Hafnarfjörður - Suðurnes

Landsnet hefur nú hafið á ný vinnu að valkostagreiningu og mat á umhverfisáhrifum fyrir bætta tengingu Suðurnesja við meginflutningskerfið. 

Um verkefnið
Megintilgangur verkefnisins er að auka afhendingaröryggi á raforku á Suðurnesjum. Gert er ráð fyrir tengingu milli tengivirkjanna í Hamranesi í Hafnarfirði og Rauðamel í Grindavík.
Hlutverk okkar samkvæmt raforkulögum er að byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar og gæða raforku. Við undirbúning á verkefni eins og þessu þarf  m.a. að taka tillit til þróunar á flutningsþörf, áætlunum um atvinnuuppbyggingu, hagkvæmni uppbyggingar, áhrifa á landeigendur, rekstraröryggi notenda og gæði raforku. Þá er mikilvægur hluti undirbúnings að meta umhverfisáhrif framkvæmdanna, með það að markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla að samvinnu hagsmunaðila og annarra er láta sig málið varða.
Undirbúningur vegna Suðurnesjalínu 2 hefur staðið lengi yfir. Verkefnið var á sínum tíma hluti af mun umfangsmeira umhverfismati Suðvesturlína, en nú afmarkast matið eingöngu við Suðurnesjalínu 2. Í kjölfar dóma um ógildingu á heimild til eignarnáms og leyfi Orkustofnunar fyrir Suðurnesjalínu 2, ásamt ógildingu á framkvæmdaleyfi Sveitarfélagsins Voga, hefur Landsnet ákveðið að gera nýtt umhverfismat sem mun m.a. meta umhverfisáhrif valkosta sem fela í sér jarðstrengi.

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 5639429

elins@landsnet.is


Smári Jóhannsson

Verkefnastjóri

S: 5639399

smari@landsnet.is

Landsnet á samfélagsmiðlum


Nýjustu fréttir

9.1. 2019

Vinnu við mat á umhverfisáhrifum vegna Suðurnesjalínu 2 er að ljúka og mun frummatsskýrsla verða send Skipulagstofnunar til yfirferðar á næstu dögum. 

Fundir vegna verkefnisins

Fundað er reglulega með hagaðilum vegna undirbúnings á Suðurnesjalínu 2. Þann 19. nóvember sl. var haldinn fundur í verkefnaráði. Þar var farið yfir samráðsmál, upplýsingagjöf, stöðu verkefnisins, næstu skref og fjallað var um niðurstöður nýjustu rannsókna vegna umhverfismatsins. Að fundi loknum var farið í vettvangsferð á svæðið milli Hafnarfjarðar og Kúagerðis. Fundur fyrir landeigendur var haldinn 26. nóvember, efnistök fundarins voru þau sömu og á verkefnaráðsfundinum þann 19.nóvember, samráðsmál, kynning á niðurstöðum rannsókna sumarsins, staða verkefnisins og næstu skref. Haldinn var kynning á stöðu verkefnisins fyrir Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar þann 21.11. síðastliðinn. Gögn vegna funda með hagsmunaaðilum er að finna hér á síðunni undir fundargögn. Næstu fundir með verkefnaráði og landeigendum verða væntanlega haldnir á fyrstu vikum nýs árs og verða auglýstir hér þegar dagsetning liggur fyrir.


Fannst þér efnið hjálplegt?NoYes
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?