Landsnet leggur mikla áherslu á faglega og örugga starfsemi. Því er mikilvægt fyrir Landsnet að styðjast við alþjóðlega stjórnunarstaðla. Stjórnunarkerfi fyrirtækisins hefur vottun samkvæmt fjórum alþjóðlegum stjórnunarstöðlum og tveimur innlendum. Landsnet fékk árið vorið 2020 endurnýjun á vottun í samræmi við kröfur í gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001:2015, umhverfisstjórnarstaðlinum ISO 14001:2015 og heilsu, öryggi og vinnuumhverfis staðlinum ISO 45001:2018. Vorið 2020 bættist við vottun á upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001:2013. Stjórnunarkerfið hefur einnig hlotið jafnlaunavottun og vottun vegna rafmagnsöryggismála.
Gæðakerfið er vottað af óháðum aðila og hefur BSI á Íslandi metið kerfið. Samofin stjórnun þessara málaflokka skilar sér í betri samræmingu á vinnuferlum. Ásamt skilvirkari stjórnun hvað varðar umbætur og að ná settum markmiðum með það að markmiði að auka gæði og þjónustu og um leið tryggja persónuöryggi starfsmanna. Staðlar þessir eiga m.a. að tryggja að hugað sé að umbótum í umhverfismálum og öryggis- og heilbrigðismálum í öllum framkvæmdum, hvort sem það er í eigin rekstri eða hjá verktökum.
Fyrirtæki með ISO 9001 vottun þurfa sífellt að vinna að umbótum ásamt því að þróa og innleiða kerfi til að bæta ánægju viðskiptavina með því að mæta kröfum þeirra. Staðallinn á meðal annars að tryggja að hugað er að umbótum í öllum framkvæmdum, rekstri og hjá verktökum.
Fyrirtæki með ISO 14001 vottun þurfa sífellt að vinna að umbótum á mikilvægum umhverfisþáttum og kröfur um að markmiðum sé náð. Staðallinn á meðal annars að tryggja að hugað er að umhverfismálum í öllum framkvæmdum, rekstri og hjá verktökum.
Fyrirtæki með ISO 45001 vottun þurfa sífellt að vinna að umbótum á öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks. Staðallinn á meðal annars að tryggja að hugað er að öryggis- og heilbrigðismálum í öllum framkvæmdum, rekstri og verktökum.
Fyrirtæki með ISO 27001 vottun þurfa sífellt að vinna að umbótum sem tryggja að gögn, upplýsingar og samskiptaleiðir séu örugg, áreiðanleg, tiltæk og einungis aðgengileg þeim sem hafa til þess viðeigandi réttindi. Staðallinn á meðal annars að draga úr rekstraráhættu og lágmarka hættu á tjóni af völdum atvika sem geta haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins og afhendingaröryggi.
Fyrirtæki með ÍST 85 vottun þurfa sífellt að vinna að umbótum sem tryggja starfsfólki jöfn kjör og tækifæri. Staðallinn á meðal annars að tryggja jöfn laun fyrir sömu vinnu óháð kyni eða öðrum þáttum.
Fyrirtæki með vottað rafmagnsöryggiskerfi (RÖSK) vinna að umbótum sem snúa að öryggi starfsfólks. Staðallinn á meðal annars að tryggja að úttektir fari fram árlega þar sem tekið er tillit til viðmiða sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun setur fram og að eftirlit með raforkuvirkjum sé í samræmi við viðhaldsáætlun.
Hér má finna stefnur Landsnets.