Landsnet hefur, að beiðni Rarik, sett upp nýtt 66 kV viðbótarúttak fyrir aflspenni sem Rarik hefur verið með í rekstri frá árinu 2007 og var sá spennir sammældur með núverandi spenni á einu úttaki. Slíkt fyrirkomulag veldur því að taka þarf báða spennana úr rekstri við viðhald og þjónustu með auknu straumleysi hjá viðskiptavinum.
Nýi rofareiturinn var spennusettur 28. maí 2021.