Lokun á útflutning aflétt tímabundið með upprunavottorð frá Íslandi

Hvað eru upprunaábyrgðir, allt um það á vef Samorku https://samorka.is/allt-um-upprunaabyrgdir/

Um hvað snýst málið?

·         Lög um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum

·         https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008030.html

·         Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Einnig geta innlendir notendur keypt erlend skírteini og flutt inn.

·         Notendur samkvæmt kerfinu sem Ísland tekur þátt í, geta ekki markaðssett sig eða orkuna sína sem græna eða endurnýjanlega, nema að kaupa upprunavottorð. Staðsetning virkjunar eða notenda skiptir ekki máli í þessu samhengi.

·         Tilkynning hefur borist frá Samtökum útgefenda upprunaábyrgða í Evrópu, AIB (https://www.aib-net.org/) um að meðhöndlun upprunaábyrgða frá Íslandi sé ekki í samræmi við EECS reglur (https://www.aib-net.org/eecs/eecsr-rules). Nánar tiltekið að tilteknir stórnotendur haldi því fram að framleiðsla þeirra noti endurnýjanlega orkugjafa vegna staðsetningar sinnar eða með vísun í orkukaupasamninga sína án þess að hafa keypt viðeigandi upprunaábyrgðir.

·         Úrbótakrafa hefur borist Íslandi í gegnum tengilið AIB á Íslandi, Landsneti, þar sem krafist var úrbóta sem átti að vera lokið fyrir 1. ágúst nk.

·         Úrbótakrafan snýst um að greina þurfi stöðuna betur þannig að það liggi fyrir skýr mynd af því hvort að tvítalning eigi sér stað. Gera þurfi nauðsynlegar breytingar á vottunarferlinu og að treysta þurfi regluverkið til að tryggja nauðsynlegar eftirlitsheimildir og úrræði.

·         Samhliða þessari úrbótakröfu lokaði AIB fyrir útflutning á upprunaábyrgðum tímabundið þar til að lokið verður við að uppfylla úrbótakröfurnar. Öll viðskipti innanlands áttu sér þó stað óhindrað og útgáfa skírteina var með óbreyttu sniði. Þá eru öll íslensk upprunavottorð áfram EECS vottuð.

Útflutningsbanni hefur verið aflétt með skilyrðum

Með ákvörðun stjórnar AIB hinn 1. júní var útflutningsbanni á upprunaábyrgðum aflétt með skilyrðum þess efnis að Landsnet skuli fyrir 1. október nk. leggja mat á hvort um tvítalningu í skilningi EECS reglna AIB að ræða og greina frá hvernig brugðist verði við slíkri tvítalningu, verði slíkt staðfest. Sjá nánar tilkynningu á heimasíðu AIB hér .

Á hverju byggir athugasemd AIB, Samtök útgefenda upprunaábyrgða í Evrópu

·         Athugasemdir AIB byggja á því að tilteknir stórnotendur haldi því fram að framleiðsla þeirra noti vottaða endurnýjanlega orkugjafa vegna staðsetningar sinnar eða með vísun í orkukaupasamninga sína án þess að hafa keypt viðeigandi upprunaábyrgðir.

·         AIB telur mögulegt að þeir framleiðendur sem selja orkuna selji síðan upprunaábyrgðir til útflutnings fyrir sömu orku sem var seld viðkomandi stórnotendum. Með þessu verði til tvítalning sem brjóti gegn EECS reglu E3.3.14.

Hvað gerist næst?

·         Orkustofnun leiðir vinnu orkugeirans til að skilgreina umfang vandamálsins

·         Það fellst meðal annars í að skilgreina í hvaða tilfellum sé verið að nýta staðsetningu eða sértæka samninga varðandi uppruna orkugjafa til markaðssetningar, með beinum eða óbeinum hætti

Hvaða fyrirtæki eru þetta?

·         Ekki liggur fyrir hvaða fyrirtæki eða tilfelli er um að ræða markaðssetningu á grænni eða endurnýjanlegri orku án þess að keypt hafi verið upprunavottorð. Um það snýst skoðunarvinnan sem er farin af stað.

Hvað þýðir þetta fyrir Ísland?

·         Áfram er hægt að eiga viðskipti með upprunavottorð innanlands án nokkurra takmarkanna. Útflutningur upprunaábyrgða sem var stöðvaður tímabundið er nú leyfður á meðan könnun fer fram á því hvort grunsemdir AIB eru á rökum reistar.

·        Innflutningsbann á Íslenskum upprunaábyrgðum raforku er þó enn í gildi í Þýskalandi vegna ákvörðunar þýsku Umhverfisstofnunarinnar frá því um miðjan maí sl. .

Hlutverk Landsnets í þessu ?

·         Landsnet vottar virkjanir og gefur út uppbrunaábyrgðir, við gerum það með því að fylgjast með framleiðslunni og vitum þá hvað er verið að framleiða, eitt skírteini er gefið út fyrir eina MWst og hefur 12 mánaða líftíma.

Nánar um upprunaábyrgðir.

Upprunaábyrgðir (græn skírteini) hafa verið gefin út á Íslandi frá árinu 2012. Ásókn í skírteinin hefur verið að aukast undanfarin ár og nú er svo komið að nánast öll framleiðsla frá vottuðum virkjunum er gefin út. Líkleg ástæða þess er að farið er að líta jákvæðari augum á skírteinin hér á landi og að verðmæti þeirra er að aukast bæði sem vottunarstimpill á að fyrirtæki noti græna orku og einnig söluverðmæti þeirra.

Allar virkjanir sem tengdar eru flutningskerfi Landsnets eru vottaðar ásamt nokkrum smávirkjunum sem eru tengdar gegnum dreifiveitur og búist er við að fjöldi þeirra muni aukast á þessu ári.

Í grafinu hér að neðan má sjá tölfræði tengda útgáfu upprunaábyrgða frá árinu 2012. Hægt er að skipta á milli mynda með því að velja örvarnar neðst fyrir miðju.

1. síða: Fjöldi útgefina skírteina
2.síða: Afskráning, út- og innflutningur skírteina

*Gögnin sem standa á bakvið gröfin má nálgast í Gagnabanka Landsnets.

 

 

 

 

Nánar um upprunaábyrgðir.

Útgáfa skírteina: Hvert útgefið skírteini táknar 1 MWh af framleiddri raforku í vottaðri virkjun. Landsnet sér um útgáfu grænna skírteina á Íslandi.

Inn- og útflutningur: Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Einnig geta innlendir notendur keypt erlend skírteini og flutt inn. Landsnet hefur ekki milligöngu um þessi viðskipti en fylgist með að reglum um upprunaábyrgðir sé fylgt.

Afskráning: Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh). Einnig geta t.d. dreifiveitur afskráð skírteini vegna hóps viðskiptavina eins og heimila og smærri fyrirtækja.

Líf-tími skírteina: Þegar skírteini eru afskráð, afturkölluð eða útrunnin þá er líf-tími þeirra liðin og ekki er hægt að nota þau aftur. Þetta kemur í veg fyrir tvítalningu skírteina.

Vottun virkjana: Til að virkjun geti fengið útgefin skírteini vegna framleiðslu sinnar þarf hún að standast vottun um að raforkuframleiðslan sé græn. Vottunin er framkvæmd af Landsneti.

Residual mix (orkuleifar): er sá hluti/eigindi* sem situr eftir af orkuframleiðslu sem ekki eru rakin sérstaklega með upprunaábyrgðum
  *Eigndi - eru þær upplýngar sem eru raktar til að upplýsa ákveðna notkun. Mikilvægustu eigindin til að upplýsa er uppruni orkunnar, tengd CO2 losun og kjarnorkuúrgangur.        

Production mix: Er skipting heildar orkuframleiðslu niður á uppruna orkunnar.

Framleiðendur hafa til lok mars á hverju ári til að gefa út framleiðslu fyrra árs. Framleiðsla ársins er því ekki endilega öll gefin út innan ársins. Vegna þessa getur myndast skekkja í útgáfu og útflutningi skírteina innan árs á móti framleiddri orku.

Gjaldskrá upprunaábyrgða

Gjaldskrá Landsnet fyrir útgáfu upprunaábyrgða gildir frá 1. Apríl 2021.

Árgjald                                         250.000 ISK

Fyrir hvert útgefið skírteini       3,50 ISK/MWh

Inn-/útflutningur                        1,00 ISK/MWh   

Fyrir hvert afskráð skírteini*       0,10 ISK/MWh

Vottun virkjunar                          50.000 ISK

*skírteini sem afskráð eru á Íslandi vegna notkunar erlendis (Ex-domain) bera afskráningargjald upp á 1,60 kr./MWh.

Efni tengt upprunaábyrgðum

European Residual Mix
        Specific residual mix 2015 - 2017
        Specific residual mix 2015 - 2018
        European Residual Mix 2011- 2014
        European Residual Mix 2015
        European Residual Mix 2016
        European Residual Mix 2017 
        European Residual Mix 2018    
        European Residual Mix 2019 
        European Residual Mix 2020 
        European Residual Mix 2021

Hvað eru upprunaábyrgðir?

Inni á heimasíðu Samorku og hjá Orkustofnun er hægt að lesa meiri upplýsingar um upprunaábyrgðir.

Útgáfa upprunaábyrgða

Reglur Landsnets við útgáfu upprunaábyrgða, Domain Protocol, eru grundvallaðar á lögum um upprunaábyrgð á raforku sem er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl. með síðari breytingum og reglum AIB,  samtökum útgefenda upprunaábyrgða. 

Fyrirtækið Grexel í Finnlandi hefur umsjón með hugbúnaði sem Landsnet notar fyrir útgáfu upprunaábyrgða. Óski aðili eftir því að fá upprunaábyrgðir útgefnar af Landsneti er honum bent á að hafa samband við einn af neðangreindum tengiliðum og fær hann þá úthlutað aðgang að gátt Landsnets í kerfi Grexel.

 

Tengiliðir hjá Landsneti:

Allar fyrirspurnir varðandi upprunaábyrgðir má senda á upprunaabyrgdir@landsnet.is

Tengiliðir