Upprunaábyrgðir (græn skírteini) hafa verið gefin út á Íslandi frá árinu 2012. Ásókn í skírteinin hefur verið að aukast undanfarin ár og nú er svo komið að nánast öll framleiðsla frá vottuðum virkjunum er gefin út. Líkleg ástæða þess er að farið er að líta jákvæðari augum á skírteinin hér á landi og að verðmæti þeirra er að aukast bæði sem vottunarstimpill á að fyrirtæki noti græna orku og einnig söluverðmæti þeirra.
Allar virkjanir sem tengdar eru flutningskerfi Landsnets eru vottaðar ásamt nokkrum smávirkjunum sem eru tengdar gegnum dreifiveitur og búist er við að fjöldi þeirra muni aukast á þessu ári.
Í grafinu hér að neðan má sjá tölfræði tengda útgáfu upprunaábyrgða frá árinu 2012. Hægt er að skipta á milli mynda með því að velja örvarnar neðst fyrir miðju.
1. síða: Fjöldi útgefina skírteina
2.síða: Afskráning, út- og innflutningur skírteina
*Gögnin sem standa á bakvið gröfin má nálgast í Gagnabanka Landsnets.
Útgáfa skírteina: Hvert útgefið skírteini táknar 1 MWh af framleiddri raforku í vottaðri virkjun. Landsnet sér um útgáfu grænna skírteina á Íslandi.
Inn- og útflutningur: Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Einnig geta innlendir notendur keypt erlend skírteini og flutt inn. Landsnet hefur ekki milligöngu um þessi viðskipti en fylgist með að reglum um upprunaábyrgðir sé fylgt.
Afskráning: Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh). Einnig geta t.d. dreifiveitur afskráð skírteini vegna hóps viðskiptavina eins og heimila og smærri fyrirtækja.
Líf-tími skírteina: Þegar skírteini eru afskráð, afturkölluð eða útrunnin þá er líf-tími þeirra liðin og ekki er hægt að nota þau aftur. Þetta kemur í veg fyrir tvítalningu skírteina.
Vottun virkjana: Til að virkjun geti fengið útgefin skírteini vegna framleiðslu sinnar þarf hún að standast vottun um að raforkuframleiðslan sé græn. Vottunin er framkvæmd af Landsneti.
Residual mix (orkuleifar): er sá hluti/eigindi* sem situr eftir af orkuframleiðslu sem ekki eru rakin sérstaklega með upprunaábyrgðum
*Eigndi - eru þær upplýngar sem eru raktar til að upplýsa ákveðna notkun. Mikilvægustu eigindin til að upplýsa er uppruni orkunnar, tengd CO2 losun og kjarnorkuúrgangur.
Production mix: Er skipting heildar orkuframleiðslu niður á uppruna orkunnar.
Framleiðendur hafa til lok mars á hverju ári til að gefa út framleiðslu fyrra árs. Framleiðsla ársins er því ekki endilega öll gefin út innan ársins. Vegna þessa getur myndast skekkja í útgáfu og útflutningi skírteina innan árs á móti framleiddri orku.
Gjaldskrá upprunaábyrgða
Gjaldskrá Landsnet fyrir útgáfu upprunaábyrgða gildir frá 1. Apríl 2021.
Árgjald 250.000 ISK
Fyrir hvert útgefið skírteini 3,50 ISK/MWh
Inn-/útflutningur 1,00 ISK/MWh
Fyrir hvert afskráð skírteini* 0,10 ISK/MWh
Vottun virkjunar 50.000 ISK
*skírteini sem afskráð eru á Íslandi vegna notkunar erlendis (Ex-domain) bera afskráningargjald upp á 1,60 kr./MWh.
Eyðublöð
- Skilmálar Landsnets (Standard terms and conditions)
- Skráning virkjunar (Registration form of a device)
- Umsókn um opnun reiknings (Account application)
- Tengiliðalisti (Contact list)
Lög og reglur |
Efni tengt upprunaábyrgðum
European Residual Mix
Specific residual mix 2015 - 2017
Specific residual mix 2015 - 2018
European Residual Mix 2011- 2014
European Residual Mix 2015
European Residual Mix 2016
European Residual Mix 2017
European Residual Mix 2018
European Residual Mix 2019
European Residual Mix 2020
European Residual Mix 2021
Hvað eru upprunaábyrgðir?
Inni á heimasíðu Samorku og hjá Orkustofnun er hægt að lesa meiri upplýsingar um upprunaábyrgðir.
Útgáfa upprunaábyrgða
Reglur Landsnets við útgáfu upprunaábyrgða, Domain Protocol, eru grundvallaðar á lögum um upprunaábyrgð á raforku sem er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl. með síðari breytingum og reglum AIB, samtökum útgefenda upprunaábyrgða.
Fyrirtækið Grexel í Finnlandi hefur umsjón með hugbúnaði sem Landsnet notar fyrir útgáfu upprunaábyrgða. Óski aðili eftir því að fá upprunaábyrgðir útgefnar af Landsneti er honum bent á að hafa samband við einn af neðangreindum tengiliðum og fær hann þá úthlutað aðgang að gátt Landsnets í kerfi Grexel.
Tengiliðir hjá Landsneti:
Allar fyrirspurnir varðandi upprunaábyrgðir má senda á upprunaabyrgdir@landsnet.is
Tengiliðir