Örugg afhending orku er mikilvægasta viðfangsefnið
Allar okkar áherslur miða að því að skapa samfélaginu, viðskiptavinum og eigendum okkar virði með tryggu afhendingaröryggi, hagkvæmum rekstri flutningskerfisins og hámörkun nýtingar á raforku. Til þess að styðja við það leggjum við megináherslu á þróun raforkumarkaðar, framsýna og skilvirka uppbyggingu raforkukerfisins og samfélagslega ábyrgð þar sem kolefnishlutleysi og lágmörkun umhverfisáhrifa er í fyrirrúmi. Við sýnum vilja í verki með því að þróa lausna- og árangursmiðaða menningu.