Í stjórnstöðinni okkar er rekið umfangsmikið stjórnkerfi fyrir raforkukerfi Íslands. Þar er safnað saman yfirgripsmiklum upplýsingum um rekstur og ástand kerfisins á hverjum tíma. Stöðin er jafnframt miðstöð fyrir stýringu og samhæfingu kerfisins og þá starfsmenn sem hafa eftirlit með flutningi og vinnslu raforkunnar um allt land. 

Starfsmenn dreifiveitna, raforkuframleiðenda og stórnotenda víðs vegar um land taka þátt í þessu starfi með öflugu samskiptaneti, sem er forsenda öruggs reksturs raforkukerfisins.

Rekstraröryggi

Vakt er í stjórnstöðinni allan sólarhringinn allt árið til að tryggja að rekstraröryggi raforkukerfisins fullnægi alltaf ströngustu kröfum sem til þess eru gerðar. Sjá verður til þess að ávallt sé nægt reiðuafl í kerfinu, að spennustig sé ásættanlegt fyrir alla viðskiptavini og að tíðnigæði séu fullnægjandi. Fylgst er með upplýsingum um heildarástand kerfisins á hverjum tíma í orkustjórnkerfi kerfisstjórnar.

Reglunarmarkaður

Raforkuframleiðslan fer viðstöðulaust út á flutningskerfið til notkunar um allt land. Landsnet rekur svokallaðan reglunaraflsmarkað fyrir afl sem fyrirtækið útvegar til að jafna frávik milli áætlaðrar aflnotkunar og raunverulegrar aflnotkunar í raforkukerfinu