Suðurnesjalína 1
image

Hafnarfjörður - Suðurnes

Landsnet hefur nú hafið á ný vinnu að valkostagreiningu og mat á umhverfisáhrifum fyrir bætta tengingu Suðurnesja við meginflutningskerfið.

Megintilgangur verkefnisins er að auka afhendingaröryggi á raforku á Suðurnesjum. Gert er ráð fyrir tengingu milli tengivirkjanna í Hamranesi í Hafnarfirði og Rauðamel í Grindavík.

Undirbúningur vegna Suðurnesjalínu 2  hefur staðið lengi yfir og í kjölfar dóma um ógildingu á heimild til eignarnáms og leyfi Orkustofnunar fyrir Suðurnesjalínu 2, ásamt ógildingu á framkvæmdaleyfi Sveitarfélagsins Voga, hefur verið farið af stað að undirbúa nýtt umhverfismat og áhersla lögð á að kortleggja hagsmuni á mögulegum framkvæmdasvæðum á leiðinni.

Á fyrstu stigum fer fram valkostagreining, þar sem leitað er að hugmyndum um mögulega valkosti við tenginu þessara svæða.  Hugmyndir sem koma fram verða skoðaðar og að því búnu valdar þeir kostir sem verða metnir á ítarlegri hátt.

Hagsmunaráð

Í samræmi við nýja stefnu Landsnets verður stofnað verkefnaráð/hagsmunaráð sem er ætlað að tryggja virkara samtal, skilning og betra upplýsingaflæði milli hagsmunaaðila í aðdraganda ákvarðana um framkvæmdina 

Hlutverk okkar samkvæmt raforkulögum er að byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar og gæða raforku. Við undirbúning á verkefni eins og þessu þarf  m.a. að taka tillit til þróunar á flutningsþörf, áætlunum um atvinnuuppbyggingu, hagkvæmni uppbyggingar, áhrifa á landeigendur, rekstraröryggi notenda og gæði raforku. Þá er mikilvægur hluti undirbúnings að meta umhverfisáhrif framkvæmdanna, með það að markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla að samvinnu hagsmunaðila og annarra er láta sig málið varða.

 

 

Senda ábendingar

Rusl-vörn