Nýja tengivirkið í Eyjum er við höfnina, austan við mjölgeymslu FES
image

Vestmannaeyjar - spennuhækkun

Til að auka afhendingaröryggi og framboð raforku í Vestmannaeyjum hefur verið unnið að spennuhækkun Vestmannaeyjastrengs 3 sem nærri tvöfaldar flutningsgetu raforku til Eyja og getur þannig stuðlað að aukinni rafvæðingu fiskiðjuvera þar.

Vestmannaeyjastrengur 3 er gerður fyrir 66 kV spennu en hann hefur verið rekinn á 33 kV spennu frá því hann var tekinn í notkun á haustdögum 2013.

Framkvæmdin, sem er samstarfsverkefni Landsnets og HS Veitna, kallaði á byggingu nýs 66 kV tengivirkis í Vestmannaeyjum. Einnig þurfti að breyta tengivirkinu í Rimakoti, sem tengir Eyjar við land, og styrkja Rimakostslínu 1 frá Hvolsvelli að tengivirkinu.

Undirbúningsvinna vegna verkefnisins hófst árið 2015 og þá var loftlínan við Hvolsvöll styrkt. Nýtt deiliskipulag vegna staðsetningar nýja tengivirkisins á hafnarsvæðinu í Eyjum var samþykkt vorið 2015 og byggingarleyfi undir lok ársins. Skipt var um strengenda við tengivirkið í Rimakoti vorið 2016, aflrofum fyrir 66 kV spennu fjölgað og stjórnkerfi virkisins uppfært. Framkvæmdir í Eyjum hófust í ársbyrjun 2016, að undangengnum útboðum, og er ráðgert að  taka tengivirkið formlega í notkun á vormánuðum.

Verkhluti
Verkundirbúningur, útboð og styrking loftlínu við Hvolsvöll2015
Endurbætur á tengivirki í Rimakoti og strengendar við tengivirki endurnýjaðir. Upphaf framkvæmda í Eyjum2016
Tengivirkið tekið formlega í rekstur og spennuhækkun VM32017

Senda ábendingar

Rusl-vörn