Bygging tengivirkis í Grundarfirði er vel á veg komin
image

  Grundarfjörður - Ólafsvík

  Með lagningu Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og byggingu nýrra tengivirkja, eykst áreiðanleiki svæðiskerfisins á Vesturlandi og afhendingaröryggi raforku batnar á Snæfellsnesi.

  Truflanir með tilheyrandi straumleysi hafa verið tíðar á Snæfellsnesi undanfarin ár því loftlínan milli Ólafsvíkur og Vegamóta liggur um veðurfarslega mjög erfitt svæði á Fróðárheiði.

  Tveir valkostir komu til greina vegna nýrrar tengingar, jarðstrengur alla leið eða loftlína með jarðstreng næst Grundarfirði. Þar sem loftlínulausnin samræmdist ekki stefnu stjórnvalda um lagningu 66 kV raflína í jörð, auk þess sem hún var í ofanálag metin sem dýrari lausn, varð jarðstrengur fyrir valinu. Lagning hans kallar á byggingu nýrra tengivirkja í báðum bæjarfélögunum. 

  Breytingar vegna umræddra framkvæmda hafa verið gerðar á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 og aðalskipulagi Snæfellsbæjar 1995-2012. Vinna við undirbúning, hönnun, útboð og jarðvinnuframkvæmdir vegna byggingar tengivirkis í Grundarfirði hófst árið 2015. Framkvæmdir við Grundarfjarðartengivirki hófust árið 2016, einnig vinna við hönnun nýs tengivirkis í Ólafsvík og gengið var frá innkaupum á jarðstreng. Byrjun framkvæmda í Ólafsvík og lagning strengsins er fyrirhuguð sumarið 2017 og sumarið 2018 er ráðgert að framkvæmdum ljúki við tengivirkið í Ólafsvík, ásamt yfirborðsfrágangi á strengleiðinni. 

  Verkhluti
  Undirbúningur, hönnun, útboð og jarðvegsframkvæmdir2015
  Framkvæmdir við tengivirki í Grundarfirði2016
  Lagning jarðstrengs og bygging tengivirkis í Ólafsvík2017
  Framkvæmdir við tengivirki í Ólafsvík og yfirborðsfrágangur á strengleið2018

  Senda ábendingar

  Rusl-vörn