Ásýnd eftir að Hamraneslína 1 og 2 og Ísallína 1 og 2 eru farnar
image

  Lyklafell - Hafnarfjörður

  Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi þann26.mars 2018 úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar. Það er því óhjákvæmilegt að úrskurðurinn þýðir að frestun verður á framkvæmdum við línuna og á tengdum framkvæmdum.

  Bygging Lyklafellslínu ( Sandskeiðslínu 1 ) er forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og Ísallínur. Línan er á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og því samþykkt af Orkustofnun. 

  Undirbúningur að breytingum og uppbyggingu raforkukerfisins á Suðvesturlandi, allt frá Hellisheiði út á Reykjanes, hófst árið 2005 í samráði við viðkomandi sveitarfélög. Unnið var mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna í heild og lá álit Skipulagsstofnunar fyrir í september 2009.

  Framkvæmdin er í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulag viðkomandi sveitarfélaga. Samráðsfundir eru haldnir reglulega með hagsmunaaðilum þar sem farið er yfir stöðu verkefnisins á hverjum tíma.

  Frá upphafi var gert ráð fyrir að framkvæmdunum yrði skipt í áfanga og hefur nú verið hafist handa við þann áfanga verkefnisins sem felst í byggingu Sandskeiðslínu 1, um 27 km langrar 220 kV raflínu frá Lyklafelli að Hamranesi. Samhliða er unnið að byggingu sex rofareita tengivirkis sem draga mun úr vægi tengivirkisins á Geithálsi og byggingu Ísallínu 3, um þriggja km 220 kV raflínu frá tengivirki við Hamranes að álverinu í Straumsvík. Á móti verða fjarlægðar Hamraneslína 1 og 2, sem liggja frá Geithálsi um Heiðmörk að Hamranesi, og Ísallína 1 og 2, frá tengivirki við Hamranes að álverinu. 

  Áætlað að framkvæmdir við Lyklafellslínu 1, tengivirkið  og Ísallínu 3 hefjist um mitt ár 2017, að því gefnu að tilskilin leyfi fáist í tæka tíð, og ljúki fyrir árslok 2018.

  Verkhluti
  Undirbúningur og framkvæmdir vegna hljóðvistar tengiirkis í Hamranesi2015
  Vinna við hönnun, leyfismál og útboðsgagnagerð Sandskeiðslínu 1 og tengdra framkvæmda2016
  Ráðgert að framkvæmdir hefjist um mitt ár2017
  Áætluð framkvæmdalok í árslok2018
  TitillSkrá
  04 Kynning Samráðsvettvangur vegna framkvæmda Sandsk-Hafnarfj 4. fundur 2016.10.13.pdfHlekkur
  03 Kynning Samráðsvettvangur vegna framkvæmda Sandsk-Hafnarfj 3 fundur 2016.05.10.pdfHlekkur
  03 Fundargerð - Landsnet samráðsvettvangur Sandsk-Hafnarfj.pdfHlekkur
  02 Kynning Samráðsvettvangur vegna framkvæmda Sandsk-Hafnarfj 2. fundur 2016-01-20.pdfHlekkur
  02 Fundargerð - Landsnet samráðsvettvangur Sandsk-Hafnarfj.pdfHlekkur
  01 Kynning Samráðsvettvangur vegna framkvæmda Sandsk-Hafnarfj 1 fundur 2015.10.13.pdfHlekkur
  01 Fundargerð - Landsnet samráðsvettvangur Sandsk-Hafnarfj.pdfHlekkur

  Senda ábendingar

  Rusl-vörn