Stjórn Landsnets er skipuð til eins árs í senn.Til að fullnægja lögbundnum kröfum um fyllsta hlutleysi og jafnræði í störfum ber stjórnarmönnum að vera sjálfstæðir og að öllu leyti óháðir öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, dreifingu og sölu raforku. 

 • Sigrún Björk Jakobsdóttir

  stjórnarformaður

  Sigrún Björk var kosin formaður stjórnar Landsnets á aðalfundi 7. apríl 2016. Sigrún Björk hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, samtaka, stofnana og nefnda og hefur víðtæka reynslu af vettvangi ferðaþjónustu og sveitarstjórnarmála. Sigrún Björk er menntuð hótelrekstrarfræðingur fá IHTTI hótelstjórnunarskólanum í Luzern í Sviss og hefur einnig stundað nám í nútímafræðum við Háskólann á Akureyri. Hún starfaði að ferðamálum frá 1994 til 2003, m.a. sem deildarstjóri hjá Úrval Útsýnd, stundakennari á Hólum og ráðgjafi hjá PWC. Frá 2002 til 2010 var Sigrún Björk bæjarfulltrúi á Akureyri, þar af forseti bæjarstjórnar 2006-2007 og bæjarstjóri frá 2007 til 2009. Hún var verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands frá 2010 og þar til hún tók við núverandi starfi sem hótelstjóri Icelandair Hótel Akureyri í mars 2011.
 • Ómar Benediktsson

  stjórnarmaður

  Ómar var kjörinn í stjórn Landsnets 29. mars 2012. Hann hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, bæði innlendra og erlendra, samtaka og stofnana og hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis. Ómar stundaði nám í Háskóla Íslands og útskrifaðist sem cand.oecon af fyrirtækjasviði viðskiptafræðideildar skólans. Ómar starfaði við stjórnunarstörf í ferða- og flugmálum í þrjá áratugi. Í byrjun árs 2012 skipti hann um starfsvettvang og er nú framkvæmdastjóri Farice sem sér um fjarskiptasamband Íslands við umheiminn og stuðlar að uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi.
 • Svana Helen Björnsdóttir

  stjórnarmaður

  Svana var fyrst kjörin í stjórn Landsnets 31. mars 2009. Hún hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, samtaka og stofnana og hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis. Svana stundaði nám í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands og framhaldsnám við Technische Universität Darmstadt í Þýskalandi þaðan sem hún lauk Dipl.Ing. meistaraprófi í raforkuverkfræði árið 1987. Svana hefur einnig lokið námi í rekstrarverkfræði við Háskóla Íslands og leggur nú stund á doktorsnám í áhættugreiningu við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Svana stofnaði fyrirtækið Stika árið 1992 og er þar framkvæmdastjóri. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins 2012-2014 og sat þá samtímis í framkvæmdastjórn og stjórn Samtaka atvinnulífsins.

Varamenn í stjórn

 Svava Bjarnadóttir

Jóhannes Sigurðsson

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?