Viltu vinna með okkur?

 

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Þeir sem áhuga hafa á að leggja inn almenna umsókn vegna starfa hjá okkur geta fyllt út umsókn hér á ráðningarvef Landsnets.

Laus störf eru auglýst sérstaklega.


Almenn starfsumsókn
Sumarstörf fyrir ungmenni

Vilt þú vinna skemmtilega vinnu í sumar?


Við erum að leita að kraftmiklum og hressum ungmennum sem vilja starfa hjá okkur í sumar við fjölbreytt verkefni.


Sumarvinna hjá Landsnet er ætluð ungmennum á framhaldsskólastigi. Verkefnin eru fjölbreytt og eiga sér stað í umhverfi Landsnets í skemmtilegum vinnuhópum. Verkefnin snúa einkum að útivinnu m.a. við blóma- og trjárækt, jarðvinnu, málun, þrifum og almennri fegrun umhverfis í og við eignir Landsnets.

 

Við erum stundvís, vinnusöm, jákvæð og góð í mannlegum samskiptum og leitum að einstaklingum sem deila þessum eiginleikum með okkur!

Tekið er á móti umsóknum ungmenna fæddum á árunum 1998-2001 að báðum árgöngum meðtöldum.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar n.k.

Öllum umsóknum verður svarað.

 

Sækja um
Sumarstörf háskólanema 2018

Vilt þú vinna að spennandi og krefjandi verkefnum?

 

Landsnet hf. leitar að öflugum háskólanemum til starfa. Við bjóðum upp á fjölbreytt sumarstörf og leggjum áherslu á að nemar fái að spreyta sig á raunhæfum verkefnum sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Starfstímabil háskólanema er 3 mánuðir.


Menntunar og hæfniskröfur:

  • Að umsækjandi stundi nám á háskólastigi
  • Nám í verk- eða tæknifræði er kostur
  • Sveinspróf eða meistararéttindi í rafiðn er kostur
  • Starfið krefst nákvæmni, skipulags og sjálfstæðra vinnubragða
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar n.k.

Öllum umsóknum verður svarað.

Sækja um
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?