image
28.04.2017

Nýtt mat á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3

Landsnet hefur ákveðið að nýtt umhverfismat verði gert fyrir Blöndulínu 3. Markmiðið með nýju umhverfismati er m.a. að skapa sátt um þau ferli sem tengjast uppbyggingu Blöndulínu 3. Ákvörðunin var tekin í samráði við Skipulagsstofnun. 

Blöndulína 3 hefur þegar verið tekin af framkvæmdaráætlun næstu þriggja ára til þess að tryggja nægan tíma til að undirbúa og framkvæma nýtt umhverfismat. Það var gert með því að breyta forgangsröðun framkvæmda við styrkingu meginflutningskerfisins á Norðurlandi í kerfisáætlun Landsnets 2016-2025 sem send hefur verið til Orkustofnunar til samþykktar.

 

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets: 

 

„Við höfum verið að innleiða breytt vinnulag sem miðar að því að ná verkefnum upp úr þeim átakafarvegi sem þau hafa verið í. Liður í því er stofnun verkefnaráða og hagsmunaráða sem tryggja öllum hagsmunaaðilum aðkomu. Þannig viljum við tryggja virkt samtal, gagnkvæman skilning og betra upplýsingaflæði í aðdraganda ákvarðana um framkvæmdir,“ segir Guðmundur Ingi. „Með því að taka Blöndulínu 3 af framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára sköpum við  nægilegt svigrúm til þess að undirbúa nýja og vandaða málsmeðferð við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í samræmi við okkar breyttu áherslur.“

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?