image
10.05.2017

Svandís Hlín ráðin í starf viðskiptastjóra

Landsnet hefur ráðið Svandísi Hlín Karlsdóttur í starf viðskiptastjóra Landsnets þar sem hún mun stýra þróun á viðskiptaumhverfi raforku ásamt því að vera tengiliður nýrra viðskiptavina og helsti þjónustutengiliður núverandi viðskiptavina.

Svandís hefur unnið hjá Landsneti frá árinu 2015 í starfi sérfræðings í viðskiptaskilmálum. Áður starfaði hún sem fjármálasérfræðingur hjá Danone AB í Svíþjóð þar sem verksviðið var m.a. ábyrgð á fjárhagsáætlun, viðskiptaþróun og áhættugreiningu. Einnig hefur hún starfað sem fagstjóri efniskaupa hjá Mannviti verkfræðistofu.

Svandís lauk meistaraprófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands en lokaárið tók hún í skiptinámi við KTH Royal Institute of Technology í Stokkhólmi.

„ það eru spennandi tímar framundan hjá Landsneti og ég hlakka til að taka þátt í að þróa viðskiptumhverfi raforku enn frekar.  Við hjá Landsneti höfum m.a verið að vinna að breyttum verkferlum og leggjum mikla áherslu aukið gagnsæi og jafnræði meðal viðskiptavina“ segir Svandís Hlín.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?