image
19.05.2017

Rafmögnuð störf

Viltu vinna með okkur?

Samráðsfulltrúi

Við vinnum að því að skapa sátt um hlutverk og starfsemi fyrirtækisins í íslensku samfélagi. Við leggjum áherslu á að eiga frumkvæði að stöðugu samtali við hagsmunaaðila sem einkennist af hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja. Til að vinna með okkur að bættu samtali auglýsum við eftir samráðsfulltrúa til að bætast í hóp öflugra starfsmanna Landsnets. Um er að ræða nýtt starf sem felur í sér ferðalög innanlands.

Helstu verkefni

 • Upplýsingagjöf og samskipti við hagaðila.
 • Undirbúningur, stýring og eftirfylgni funda með hagaðilum.
 • Mótun nýrra vinnubragða við að auka samtal við samfélagið.


Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Framúrskarandi samskipta- og samstarfsfærni.
 • Haldgóð reynsla við fundastjórnun stærri funda.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum .
 • Mikil færni til að tjá sig skipulega bæði í ræðu og riti.

 

Sérfræðingur í greiningum á viðskiptaumhverfi

Við viljum þróa raforkumarkaðinn á Íslandi til að mæta þörfum framtíðarinnar og leitum að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings í greiningum á viðskiptaumhverfi. Starfið felur í sér þátttöku í greiningarvinnu á rekstri og þróun á viðskiptaumhverfi okkar, með áherslu á viðskiptaskilmála Landsnets, áhættugreiningu og raforkumarkaðsmál.

Helstu verkefni
 • Greining áhrifa á breytingum samninga og viðskiptaskilmála á gjaldskrá.
 • Greining á tækifærum í þróun raforkumarkaðar.
 • Þátttaka í vinnu vegna viðskiptaskilmála flutningskerfisins.
 • Greining og vöktun á raforkuviðskiptum Landsnets.

Menntunar- og hæfniskröfur

 •  Háskólamenntun í verk- eða viðskiptafræði eða skyldum greinum.
 • Reynsla af sambærilegum verkefnum.
 • Hæfni í greiningu og túlkun gagna.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Mikil samskipta- og samstarfsfærni.

Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2017.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi.
Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir
(audur.bjarnadottir@capacent.is).

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Um Landsnet

Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Við berum umhyggju hvert fyrir öðru og viljum skapa góðan vinnustað með spennandi verkefnum. Við höfum að leiðarljósi gildin okkar: samvinnu, ábyrgð og virðingu.


Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?