image
03.06.2017

Viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 að hefjast

Í byrjun apríl kom upp bilun í Vestmannaeyjastreng 3 sem er að stærstum hluta sæstrengur og er annar af tveimur sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja. Er bilunin staðsett u.þ.b. 3 km norðan við Eyjar. Vinna við aðgerðaráætlun hefur staðið yfir um tíma og nú er viðgerð að hefjast.

Isaak Newton væntanlegur til Eyja

Á morgun, Hvítasunnudag, mun kapalskipið Isaak Newton koma til hafnar í Vestmannaeyjum. Viðgerðin er umfangsmikil og gert er ráð fyrir að hún taki um 14 daga ef allt gengur eftir.

Hér er hægt að sjá tæknilegar upplýsingar um skipið.

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?