Varastrengurinn tekinn um borð í Issac Newton
image
07.06.2017

Byrjað að skera af strengnum

Issac Newton fór úr höfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun og strax í gærkvöldi var strengurinn skorinn í sundur á hafsbotni nálægt þeim stað sem bilun var talin vera, en mælingar á staðsetningu geta skeikað einhverjum tugum metra

Í dag var síðan tekinn 70 m bútur úr strengnum sem reyndist innihalda bilun. Næstu skref eru að tengja hluta úr varastreng, sem Landsnet á, inn í staðinn fyrir kaflann sem klipptur var út.

Það er vandasöm aðgerð og ef allt gengur að óskum ætti viðgerð að vera lokið um 20. júní.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?