image
16.11.2017

Grundarfjarðarlína

Í morgun varð rafmagnslaust í Grundarfirði í um það bil 15 mínútur þegar Grundarfjarðarlína 1 sló út.

Ástæða rafmagnsleysins er að grafa, á vegum Landsnets, sem var að vinna við lagningu á Grundarfjarðarlínu 2 fór of nálægt línunni sem sló út í kjölfarið. Greiðlega gekk að koma rafmagni aftur á Grundarfjörð og engin slys urðu á fólki.  Unnið er að greiningu á atvikinu. 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?