Helstu viðskiptavinir okkar eru raforkuframleiðendur, dreifingaraðilar raforku, stórnotendur og sölufyrirtæki.

Við leitumst við að veita öllum hagsmunaaðilum á raforkumarkaði aðgengi að gögnum og upplýsingum sem tengjast framleiðslu og sölu raforku. Gætt er ýtrasta öryggis og upplýsingaleyndar til að tryggja frjálsa samkeppni. Einnig eru veittar ýmsar hagnýtar upplýsingar um raforkuflutning og ástand raforkukerfisins á hverjum tíma.

Gagnabankar viðskiptavina

Stofnaðir hafa verið svokallaðir gagnabankar fyrir viðskiptavini Landsnets þar sem líkt er eftir stýrðu aðgengi viðskiptavina fjármálastofnana að heimabönkum þeirra. Með notkun slíkra gagnabanka geta viðskiptavinir okkar sent inn áætlanir um framleiðslu komandi dags eða viku og fengið aðgengi að mældum gildum raforkuframleiðslu eða notkunar sinnar fyrir ákveðin tímabil.

Gert er ráð fyrir að mikil þróun muni eiga sér stað á nýjum raforkumarkaði þar sem reynsla og aukin þekking muni kalla á aukið aðgengi að upplýsingum. Eitt af hlutverkum Landsnets er að bregðast við upplýsingaþörf markaðarins. Verður leitast við að svara þeirri þörf með góðri og aðgengilegri upplýsingaveitu þar sem aðilar geta á einum stað nálgast gögn og upplýsingar til hagræðingar í rekstri sínum.< />

Helstu hagsmunaaðilar á íslenskum raforkumarkaði og viðskiptavinir okkar eru:

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband